Bestu jólapeysurnar verðlaunaðar

Nú fyrir stundu voru veitt verðlaun í fimm flokkum Jólapeysunnar í Hörpu. Viðburðurinn markaði hápunkt áheitasöfnunar Barnaheilla og voru veitt verðlaun fyrir fallegustu og ljótustu peysuna, frumlegustu peysuna, bestu glamúrpeysuna og bestu nördapeysuna.

Nú fyrir stundu voru veitt verðlaun í fimm flokkum Jólapeysunnar í Hörpu. Viðburðurinn markaði hápunkt áheitasöfnunar Barnaheilla og voru veitt verðlaun fyrir fallegustu og ljótustu peysuna, frumlegustu peysuna, bestu glamúrpeysuna og bestu nördapeysuna.

Dómnefnd valdi úr innsendum myndum einstaklinga og hópa á jolapeysan.is og Facebook- og Instagram síðum átaksins. Guðbergur Garðarsson, eða Beggi, var formaður dómnefndar og tilkynnti um verðlaunin, en auk hans sátu í dómnefnd Pacas Inacio, Ylfa Úlfsdóttir Grönvold, fatahönnuður og ungmennin Andri Snær Egilsson og Berglind Egilsdóttir.

Hér á eftir er listi um verðlaunahafa með rökstuðningi dómnefndar:

Gallerí Gimli - Fallegasta peysan

Einstaklega falleg peysa framleidd af smekkvísi auk þess sem góður hugur skín í gegn og lýsir stemningu, hópefli, frumleika og hvatningu til að leggja góðu málefni lið. Peysa sem allir gætu verið stoltir af að klæðast.

Margrét Helgadóttir - Ljótasta peysan

Stílhrein, einföld, en einstaklega ljót peysa sem minnir á dimmiteringu menntaskólanema. Ljótleikinn felst einna helst í efni og einfaldleika.”

Unnur Steinsson - Frumlegasta peysan

Hér er frumlegt jólasveinamynstur unnið fyrir börn, í anda samtakanna. Þetta er gott fordæmi fyrir þá sem vilja hanna sjálfir sitt eigið mynstur og prjóna frumlega, fallega og skemmtilega jólapeysu.

JólYnjur – Ristjórn Kvennablaðsins Besta glamúrpeysan

Mitt í öllum glamúrnum stendur gleði og glens upp úr og stemningin í kringum peysurnar. Það yrði alls staðar tekið eftir þessum verðugu jólapeysufulltrúm. Þær kæmust þó líklega ekki á séns því það er of mikið að gerast í ljósunum.

Bryndís og Árni - Besta nördapeysan

Algjörlega frábært framtak. Hér er frumleiki, frumkvæði, kærleikur og ótrúleg vinna sem liggur að baki einstaklega nördalegum jólapeysum. Stemningin í ljósmyndunum er einnig afar jólaleg og skemmtileg.

Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, en á áheitavefnum jolapeysan.is er hægt að heita á peysur eða einstaklinga. Söfnunin stendur til áramóta en einnig er hægt að styðja starf samtakanna með því að senda sms með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 fyrir 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.

Hluti söfnunarinnar rennur til verkefnis sem Barnaheill vinna nú að og snýr að barnafátækt á Íslandi og vitundarvakningu um stöðu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Samtökin telja óásættanlegt að nokkurt barn þurfi að búa við fátækt hér á landi og að samstillt átak sé nauðsynlegt til að bæta stöðu þeirra tæplega níu þúsund barna