Betra umhverfi fyrir framtíð barna og heilsu

Árið 2017 var samþykkt umhverfisstefna Barnaheilla. Stefnan var gerð til að vinna að því að lágmarka áhrif starfsemi Barnaheilla á umhverfið og þar með stuðla að sem bestu umhverfi barna og velferð í nútíð og framtíð. Sett voru nokkur markmið til þriggja ára. Í markmiðunum fólst að draga úr hvers kyns sóun verðmæta, myndun úrgangs og stuðlað að endurnýtingu og endurvinnslu með góðri nýtingu hráefna og flokkun og leggja áherslu á umhverfisvæna starfsemi og vörur.

Mikilvægt er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Einn liður í því er að nota umhverfisvænar samgöngur og umhverfisvæna orkugjafa. Barnaheill hafa sett upp skilti við skrifstofur samtakanna til að hvetja þá ökumenn sem aka um á farartækjum knúnum jarðefnaeldsneyti að stöðva vélina meðan ökækið er í kyrrstöðu. Samtökin hvetja alla sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að standa vörð um þá jörð sem börnin okkar erfa með því að vinna að umhverfisvernd.