Barnaheill ? Save the Children skora á þjóðarleiðtoga að bjarga fjórum milljónum barna á fjórum tímum

vaccinesDavid Cameron, forsætisráðherra Bretlands, leiðir fund þjóðarleiðtoga í London mánudaginn 13. júní nk. um bólusetningar.  Barnaheill – Save the Children segja að hér gefist einstakt tækifæri til að bjarga lífi fjögurra milljóna barna á fjórum tímum.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, leiðir fund þjóðarleiðtoga í London mánudaginn 13. júní nk. um bólusetningar.  Barnaheill – Save the Children segja að hér gefist einstakt tækifæri til að bjarga lífi fjögurra milljóna barna á fjórum tímum.

vaccines
Barn bólusett í Suður-Súdan. Ljósmynd: Rachel Palmer/Save the Children.

Barnaheill – Save the Children skora á þjóðarleiðtogana að tryggja á þessari hálfsdags ráðstefnu þá fjármuni sem nú skortir til bólusetninga. Þannig væri öruggt að fátækustu börn heimsins fengju lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn algengustu veikindum meðal barna, s.s. lungnabólgu og niðurgangi.

GAVI (e. Global Alliance for Vaccines and Immunisation) skortir 2,3 milljarða sterlingspunda til að fjármagna starfsemi sína á næstu fimm árum. Ef ekki tekst að fjármagna starfið að fullu, mun fjöldi barna, eða tæplega fjórðungur allra barna sem deyr í heiminum, deyja árlega úr sjúkdómum sem koma má í veg fyrir með bólusetningu.

„Við gætum verið að stíga tímamótaskref í því að bjarga milljónum lífa,“ segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Bretlandi. „Við búum yfir nýjum bóluefnum sem gera okkur kleift að ráða niðurlögum sjúkdóma á borð við niðurgang sem deyðir börn og æ fleiri börn fá bólusetningar gegn sjúkdómum á borð við kíghósta. En ef ekki koma fram vilyrði frá þjóðarleiðtogum á fundinum 13. júní nk., verða tafir á þessari framþróun.“

Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, Vaccines for all - Bólusetningar fyrir alla, er bent á að með auknu fjármagni verði hægt að bjarga enn fleiri fátækum börnum sem í dag verða af bólusetningum sem teljast sjálfsagðar í hinum vestræna heimi. Samtökin skora á framleiðendur bóluefna að bjóða lægsta mögulega verð til að tryggja að hægt sé að hjálpa sem flestum börnum.

„Það verða allir að spila með. Þjóðarleiðtogar verða að koma með fjármagn, einkageirinn verður að útvega bóluefni á sérstöku afsláttarverði og ríkisstjórnir þróunarlanda verða að setja bólusetningar í forgang í sínu heilbrigðiskerfi, svo milljónir barna til viðbótar geti lifað,“ segir Justin Forsyth.

Í skýrslu samtakanna kemur einnig fram að bólusetning barna sé án efa bes