Björgunarskip Barnaheilla fyrir flóttafólk í Miðjarðarhafi

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa í fyrsta sinn tekið í notkun leitar- og björgunarskip til að bjarga flóttamönnum og hælisleitendum á sjó. Skipið Vos Hestia er gert út frá Sikiley og er ætlað að bjarga flóttafólki og hælisleitendum í neyð á Miðjarðarhafi. 

Vos HestiaAlþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa í fyrsta sinn tekið í notkun leitar- og björgunarskip til að bjarga flóttamönnum og hælisleitendum á sjó. Skipið Vos Hestia er gert út frá Sikiley og er ætlað að bjarga flóttafólki og hælisleitendum í neyð á Miðjarðarhafi. 

Vos Hestia er 194 fet og getur tekið 300 flóttamenn um borð. Sérþjálfaðar áhafnir á tveimur gúmmíbátum sinna björgunaraðgerðunum sjálfum, en þegar um borð í skipið er komið er fólkinu veitt nauðsynleg aðstoð, vatn og fæði auk læknisaðstoðar. Þar eru einnig sérfræðingar í barnavernd sem leita eftir börnum sem eru sérstaklega viðkvæm eða ein á ferð og tryggja þeim stuðning um borð og við komuna til Ítalíu.

skipÍtalska strandgæslan sér um samhæfingu og skipulagningu leitar- og björgunarskipa á svæðinu og hún beinir skipunum í átt að bátum með flóttamönnum og hælisleitendum sem þurfa á hjálp að halda.

Barnaheill – Save the Children vinna einnig náið með öðrum samtökum og aðilum sem vinna að sama markmiði á þessu svæði. 

Söfnunarsími Barnaheilla er 904-1900.