Blað Barnaheilla 2018 er komið út

Forsíða blaðs Barnaheilla 2018
Forsíða blaðs Barnaheilla 2018

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er frásögn af námstefnu um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Guðjón Davíð Karlsson leikari, eða Gói eins og hann er gjarnan kallaður, var einn af þeim sem hélt erindi á námstefnunni. Í blaðinu er viðtal við hann um reynslu hans af einelti.

Fleiri viðtöl er að finna í blaðinu. Rætt er við Salvöru Nordal, umboðsmann barna, og Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, en Kvennaathvarfið hlaut Viðurkenningu Banaheilla árið 2017. Þá er viðtal við Birte Harksen fagstjóra tónlistar á leikskólanum Urðarhóli um tónlistarefnið sem fylgir Vináttu og Najmo Cumar Fiyasko úr ungmennaráði Barnaheilla segir frá lífsreynslu sinni.

Að vanda er fjallað um hin ýmsu verkefni sem samtökin vinna að og nýr formaður samtakanna, Harpa Rut Hilmarsdóttir, ávarpar lesendur. Þar hvetur hún til þess að við hlustum á raddir barna til að heimurinn verði betri.

Hér má lesa blaðið.