Blað Barnaheilla 2019 er komið út

Blað Barnaheilla 2019 – forsíða
Blað Barnaheilla 2019 – forsíða

Blað Barnaheilla kom út í gær stútfullt af fróðleik og fréttum af starfi samtakanna. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Sigríði Birnu Valsdóttur ráðgjafa hjá Samtökunum ´78, en samtökin hlutu Viðurkenningu Barnaheilla í fyrra.  Þá er viðtal við Sigríði Björnsdóttur fyrrum framkvæmdastjóra Verndara Barna – Blátt áfram. Stiklað er á stóru í 100 ára sögu Barnaheilla – Save the Children, en kennslukonan Eglantyne Jebb stofanði samtökin árið 1919. Hún gerði uppkast að sáttmála um réttindi barna árið 1924 sem varð grunnur að barnasáttmála SÞ. Fjallað er um heimsátak Barnaheilla – Save the Children, sem fram fer í tilefni aldarafmælisins, undir kjörorðunum Stöðvum stríð gegn börnum. Það hófst formlega 16. maí og tóku nemendur Rimaskóla þátt í viðburði í tilefni af því ásamt þúsundum barna og fullorðinna í öðrum löndum víða um heim.

Hér má lesa blaðið.

 Blað Barnaheilla 2019 kemur út

 

 

Útgáfu blaðisins var fagnað í kaffisamsæti í Tjarnabíói. Á myndinni eru f.v. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Aldís Yngvadóttir, ritstjóri blaðsins og Harpa Rut Hilmarsdóttir formaður samtakanna.