Blað Barnaheilla 2016 er komið út

Blað Barnaheilla 2016 er komið út. Vináttuverkefni samtakanna er í forgrunni blaðsins að þessu sinni. Í blaðinu eru viðtöl og upplýsingar um verkefnið sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyri 3-8 ára börn.  


Blað Barnaheilla 2016 ForsíðaBlað Barnaheilla 2016 er komið út. Vináttuverkefni samtakanna er í forgrunni blaðsins að þessu sinni. Í blaðinu eru viðtöl og upplýsingar um verkefnið sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyri 3-8 ára börn.  

Hrafn Jökulsson, viðurkenningahafi Barnaheilla 2015 er í viðtali í blaðinu og sagt er frá viðurkenningarathöfninni í máli og myndum.

Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í Háskóla Íslands, fjallar í blaðinu um tálmanir og sjálfstæðan rétt barna til samvista við báða foreldra sína. Uppkomið barn deilir reynslu sinni af því að þekkja ekki föður sinn og farið er yfir réttindi barna til að þekkja og umgangast báða foreldra.

Talsmenn barna á Alþingi segja frá því hvernig þeir líta á réttindi barna eftir að þeir tóku við hlutverkinu og segja frá málum sem þeir hafa beitt sér fyrir í þágu barna.

Ungmennaráð Barnaheilla segir frá starfi sínu og deilir sögum af verkefnum og fundum sem fulltrúar ráðsins hafa setið.

Gjaldfrjáls grunnskóli hefur verið baráttumál samtakanna og fjallað er um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds.

Þá er sagt frá ýmsu úr starfi Barnaheilla í blaðinu síðasta árið, bæði innanlands og erlendis.

Blaðið má nálgast hér.