Blað Barnaheilla er komið út

Blað Barnaheilla er kom út í dag. Blaðið er einnig afmælisrit, en samtökin fagna 25 ára afmæli síðar á árinu. Meginþema blaðsins er barnafátækt. Birt eru viðtalsbrot við íslensk börn sem alin eru upp við fátækt, greinar um fátækt og viðtal við Þóru Kemp, deildarstjóra félagslegrar Þjónustumiðstöðvar í Breiðholti.

Blað Barnaheilla er kom út í dag. Blaðið er einnig afmælisrit, en samtökin fagna 25 ára afmæli síðar á árinu. Meginþema blaðsins er barnafátækt. Birt eru viðtalsbrot við íslensk börn sem alin eru upp við fátækt, greinar um fátækt og viðtal við Þóru Kemp, deildarstjóra félagslegrar Þjónustumiðstöðvar í Breiðholti.

Meðal efnis í blaðinu eru einnig viðtöl við Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Barnaheilla, Loft Kristjánsson, rannsóknarlögreglumann sem rannsakar ábendingar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu og  Arnór Gauta Jónsson, formann ungmennaráðs Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.

Fyrrverandi framkvæmdastjórar líta einnig um öxl og stiklað er á stóru í sögu samtakanna.

Blaðið er nú gefið út annað árið í röð eftir að hafa legið í dvala í 15 ár.

Hér má sjá blaðið í heild sinni.