Blað Barnaheilla er komið út

Ársrit Barnaheilla - Save the Children á Íslandi 2015 er komið út. Að þessu sinni snýr þema blaðsins að Vináttu - forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti i leikskólum. Aðalviðtal blaðsins er við Selmu Björk Hermannsdóttur en hún deilir reynslu sinni af einelti í blaðinu.


ForsíðaÁrsrit Barnaheilla - Save the Children á Íslandi 2015 er komið út. Að þessu sinni snýr þema blaðsins að Vináttu - forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti i leikskólum. Aðalviðtal blaðsins er við Selmu Björk Hermannsdóttur en hún deilir reynslu sinni af einelti í blaðinu. Selma fæddist með skarð í vör og varð fyrir einelti allt frá leikskólaaldri. Einnig er viðtal við föður hennar, Hermann Jónsson, um reynslu hans sem föður barns sem lendir í miklu einelti, en þau feðginin halda reglulega fyrirlestra í skólum um einelti.

Vináttu- verkefni Barnaheilla sem hófst í aðlögunar- og tilraunaskyni í sex leikskólum síðastliðið haust eru gerð skil og árangur af verkefninu skoðaður.

Meðal annars efnis í blaðinu eru greinar frá fulltrúum Ungmennaráðs Barnaheilla, greinar um fátækt, mismunun, börn í fjölmiðlum, heimilisofbeldi, erlent starf og sagt frá ýmsu úr starfi Barnaheilla síðasta árið.

Blaðið má nálgast hér.