Börn og Netið

Í Bretlandi var nýlega kynnt skýrsla um hvernig hægt væri að tryggja öryggi barna á Netinu og þar var meðal annars bent á mikilvægi þess að flokka tölvuleiki og að setja reglur um samskipti á spjall- og bloggsíðum.

Barnaheill telja mjög mikilvægt að settar verði reglur á Íslandi um spjall- og bloggsíður og öryggi barna tryggt á Netinu. Á vefnum netsvar.is er að finna upplýsingar um ýmsa þætti sem lúta að öryggi á Netinu, en vefurinn er samstarfsverkefni Barnaheilla, Heimilis- og skóla og Póst- og fjarskiptastofnunar.

Í Bretlandi var nýlega kynnt skýrsla um hvernig hægt væri að tryggja öryggi barna á Netinu og þar var meðal annars bent á mikilvægi þess að flokka tölvuleiki og að setja reglur um samskipti á spjall- og bloggsíðum.

Rannsókn barnasálfræðingsins dr. Tanya Byron leiddi í ljós að börn og foreldrar hafa áhyggjur af áhrifum Netsins og áhrifum tölvuleikja á börn. Ennfremur kemur fram að foreldrar þurfi að fá meiri upplýsingar og fræðslu um hvernig hægt sé að tryggja öryggi barna þeirra á Netinu. Hún leggur m.a. til

  •  að settar verði reglur fyrir spjall- og bloggsíður m.a. um friðhelgi einkalífs og skaðlegt efni.
  •  að foreldrar fái betri upplýsingar og fræðslu um hvernig megi loka á ákveðnar vefsíður
  • að ólöglegt verði að að hafa skaðlegt efni á vef s.s. efni sem hvetur til sjálfsmorðs
  • að settar verði skýrari reglur um aldursmörk hvað varðar tölvuleiki
  • að gerðar verði rannsóknir á áhrifum Netsins á börn.

Byron segir að í hinni hröðu þróun tölvuheimsins séu börn eins og innfædd en foreldrarnir eins og innflytjendur. Foreldrar eigi fullt í fangi með að fylgjast með nýjungum og þróun. Hér áður fyrr hafi foreldrar haft áhyggjur af hinum ýmsu hættum sem hafa stafað af börnum utan heimilis. Börin hafi verið tekin inn í öryggið, þar sem nú steðji að þeim nýjar hættur. Foreldrar hafa áhyggjur af því að börn þeirra séu tæld á Netinu, en börnin eru mest upptekin af einelti.

Byggt á grein sem birtist íthe Guardian 27. mars 2008, sjá nánari upplýsingarhér.

Skýrsluna er að finna í fullri lengd hér.

Barnaheill telja mjög mikilvægt að settar verði reglur á Íslandi um spjall- og bloggsíður og öryggi barna tryggt á Netinu. Á vefnum netsvar.is er að finna upplýsingar um ýmsa þætti sem lúta að öryggi á Netinu, en vefurinn er samstarfsverkefni Barnaheilla, Heimilis- og skóla og Póst- og fjarskiptastofnunar.