Börn í Úkraínu þarfnast okkar

7,5 milljónir úkraínskra barna eru í brýnni hættu
7,5 milljónir úkraínskra barna eru í brýnni hættu

Átökin í Úkraínu sem hafa staðið í 8 ár hafa nú snarversnað. Stríðið bitnar verst á börnum sem eiga að njóta verndar öllum stundum og mun hafa hrikalegar afleiðingar fyrir börn og fjölskyldur þeirra ef ekkert er að gert.

Að minnsta kosti 7,5 milljónir barna eru í brýnni hættu eftir að átökin snarversnuðu yfir nótt. Úkraínsk börn hafa þurft að þola átök, skotárásir og ofbeldi um langt skeið og mörg þeirra hafa lagt á flótta frá heimilum sínum. 

 

 

 

 

 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa þungar áhyggjur af börnum í Úkraínu og hafa hafið neyðarsöfnun fyrir þau, hægt er að leggja söfnuninni lið hér.

 

STYÐJA VIÐ STARF BARNAHEILLA Í ÚKRAÍNU

Allt kapp skal lagt á að finna diplómatíska lausn og afstýra hörmulegu stríði. Börn eiga að njóta verndar öllum stundum og hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi miklar áhyggjur af þróun mála sem ógnar lífi og réttindum barna á svæðinu. Allir hlutaðeigandi skulu virða alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börn og tryggja mannúðarstofnunum öruggt aðgengi að börnum í neyð og tryggja skal að skólar og sjúkrahús séu vernduð fyrir árásum. 

Nánari upplýsingar um aðstæður barna í Úkraínu og starf Barnaheilla í landinu má finna hér

 

HVAÐ GERA BARNAHEILL Í ÚKRAÍNU?