Börn sem hafa lifað af jarðskjálftana í Sýrlandi og í Tyrklandi þurfa aðstoð við að finna fjölskyldur sínar en ekki ættleiðingu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja vekja athygli á að ættleiðing er ekki rétta svarið fyrir börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Yfirvöld á staðnum og hjálparsamtök reyna allar leiðir til sameina börn fjölskyldum sínum eða nærsamfélagi.

Ljósmyndir sem hafa borist af börnum sem bjargað er úr rústum í Sýrlandi og Tyrklandi hafa farið um allan heim og fólk keppist við að bjóðast til að taka að sér þau börn sem virðast hafa misst fjölskyldur sínar.

Mannúðarsamtök og yfirvöld á vettvangi vinna ötullega að því að sameina börn við fjölskyldur sínar. Sum börn eiga stóra fjölskyldu en takmarkaður aðgangur að farsímakerfi, ónýtar rafmagnslínur og skemmdir á innviðum gera þeim erfitt fyrir að sameinast fjölskyldum sínum þegar neyðarástand ríkir.

Átak til að hafa upp á fjölskyldum og sameina börnin aftur við þær og útvega tímabundna viðeigandi umönnun er forgangsmál á neyðartímum til að tryggja að þau séu vernduð í þessum erfiðum aðstæðum.

Rebecca Smith, starfsmaður alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children segir:

„Það er eðlilegt að fólk vilji hjálpa á allan mögulegan hátt þegar það sér þessar sorglegu myndir en það á ekki að reyna að ættleiða börn í neyðarástandi eins og nú er eftir jarðskjálftana í Sýrlandi og Tyrklandi. Þótt tilboð um ættleiðingu geti verið vel meint er það ekki rétta lausnin á þessu augnabliki.“

„Barnaheill hafa brugðist við vegna barna í neyð í meira en öld svo að við vitum hversu mikilvægt það er að veita börnunum aðbúnað og stuðning á þeirra eigin heimilum. Börn sem hafa gengið í gegnum mikið umrót verða að finna fyrir eins miklu öryggi og unnt er og vera í eins kunnuglegu umhverfi og hægt er.“

Margar fjölskyldur í Sýrlandi og Tyrklandi hafa tekið að sér fylgdarlaus börn og börn sem hafa orðið viðskila við ættingja sína. Stuðningur við fjölskyldur er grundvallaratriði til að draga úr áhrifum jarðskjálftanna, sérstaklega fyrir börn sem misst hafa fjölskyldu sína eða orðið viðskila við hana.

Besta leiðin fyrir fólk að styðja þessi börnin er að gefa fé til viðurkenndra hjálparstofnana á svæðinu og til mannúðarstofnana sem hafa sérþekkingu á þessu sviði.

Í Tyrklandi vinna Barnaheill náið með í yfirvöldum og öðrum hagsmuna- og samstarfsaðilum að því að skipuleggja leit að fjölskyldum og sameina þær að nýju. Í Sýrlandi hafa mannúðarsamtök komið í gang ferlum til að hjálpa þessum börnum á sem heppilegastan hátt.

Samtökin dreifa matvælum, búnaði í neyðarskýli með nauðsynlegum neyðarvörum, þar á meðal teppum, hlýjum fatnaði, hiturum og hreinlætisvörum. Samtökin fá líka liðs við sig teymi sérfræðinga í vatnshreinsun og hreinlæti sem meta þarfir á vettvangi og styðja yfirvöld í viðbrögðum þeirra.

Í Tyrklandi og Sýrlandi ætla Barnaheill að ná til alls 1,6 milljóna manna, þar af 675.000 barna. 1,1 milljón manna í Sýrlandi, þar af 550.000 börn og  500.000 manns í Tyrklandi, þar af 125.000 börn.

Hér getur þú lagt börnum lið með frjálsum framlögum hér: Neyðarsöfnun Barnaheilla