Fréttir
Karfan er tóm.
Karfan er tóm.
Börn úr þremur kórum, undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur, sungu til styrktar Barnaheillum – Save the Children á Íslandi fyrir fullu húsi í Lindakirkju laugardaginn 7. apríl.
Þetta er í fjórða sinn sem tónleikarnir Syngjum saman, stöndum saman eru haldnir. Það voru börn úr kórum Hamraskóla og Lindaskóla ásamt kór Vogaskóla sem sungu. Svavar Knútur söng með börnunum og lék á gítar.
Samtökin þakka innilega fyrir þennan mikilsverða stuðning.