Börn út um allan heim þjást af áhrifum loftslagsbreytinga

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa gefið út yfirlýsingu varðandi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á börn, sem gefin var út þann 9. ágúst af Intergorvernmetnal Panel on Climate Change.

Yolandi Wright starfsmaður Alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children segir áhrif loftslagsbreytinga hafa gríðarlega slæm áhrif á börn í heiminum.

Milljónir barna út um allan heim eru að verða fyrir óafturkræfum áhrifum loftslagsbreytinga sem hefur áhrif á líf þeirra og lífsskilyrði. Milljónir barna upplifa hungur á hverjum degi vegna þurrka eða flóða og mikill fjöldi þeirra þarf að flýja heimili sín vegna skógarelda, hvirfilbyla eða annars konar veðurofsa. Um 5,7 milljónir barna undir fimm ára aldri eru nú þegar á barmi hungursneyðar vegna fordæmalauss matarskorts á þessu ári, þar sem loftslagsáhrif er stór áhrifavaldur.

Wright segir að börn sem fæðast í dag muni upplifa mun hrikalegri áhrif loftslagskreppunnar heldur en kynslóðirnar á undan. „Það þýðir að þetta er loftslagskreppa barnanna og komandi kynslóða. Börn í fátækari samfélögum verða fyrir mestu áhrifunum þegar áföll skella á, en þá má einnig nefna Covid-19 heimsfaraldurinn sem hefur aukið ójöfnuð innan samfélaga og á milli landa og verða fátækari fjölskyldur fyrir mestu áhrifunum. Gríðarlega miklar hitabylgjur í Norður Ameríku, útbreiddir skógareldar og flóð í Evrópu hafa sýnt fram á að enginn staður í heiminum er öruggur fyrir loftslagsáföllum.“

Wright tekur einnig fram að:

Mannkynið hefur getuna og auðlindir til að takast á við þessa kreppu, en við verðum að ákveða hvernig við eigum að bregðast við. Við verðum að draga verulega úr losun, en hver einasta aðgerð til þess að draga úr hlýnun jarðar færir okkur nær því að vernda líf barna nú og til framtíðar.

Að lokum segir Wright mikilvægt að grípa í taumana og koma í veg fyrir áhrif loftslagsbreytinga. ,,Það er nauðsynlegt að börn komi að stefnumörkun og ákvörðunum varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Það er þeirra framtíð sem liggur að veði, svo þau verða að spila lykilhlutverk í að móta þær aðgerðir. Við þurfum líka nauðsynlega fleiri auðlindir til að hjálpa viðkvæmari samfélögum að undirbúa sig fyrir loftslagsbreytingarnar. Stjórnvöld út um allan heim þurfa að setja fram uppbyggilegan fjárhagsstuðning fyrir allra viðkvæmustu samfélögin.“

 

 

 

 

 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif.
Við stöndum vaktina í þágu barna og gætum réttinda þeirra.