Börn án bernsku

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar um nýja skýrslu Barnaheilla - Save the Children, Stolen Childhoods eða Börn án bernsku: Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim.

Börn án bernsku - myndAð minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children er nefnist Stolen Childhoods. Þar eru reifaðar helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið bregðist við. Samtökin munu árlega héðan í frá gefa út skýrslu um málefnið.

Meginástæður þess að börn fá ekki að njóta bernsku sinnar eru vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búa við stríðsátök, ofbeldi, eða barnaþrælkun, fá ekki að ganga í skóla, eru látin giftast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki einungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra.

Í bernsku eiga börn að njóta öryggis og verndar, þau eiga að fá að ganga í skóla og leika sér. Þau eiga að njóta ástar, umhyggju og stuðnings þeirra fullorðnu svo þau geti þroskast og nýtt hæfileika sína.

Í hartnær heila öld, eða frá stofnun samtakanna árið 1919, hafa Save the Children barist gegn fátækt og mismunun barna. Nú vilja samtökin enn frekar beina sjónum sínum að aðstæðum þeirra barna sem búa við þá mismunun að fá ekki að njóta bernsku sinnar. Það er um fjórðungur barna heimsins.

Stór hluti þessara barna býr í þróunarlöndum og býr við margs konar mismunun vegna uppruna eða stöðu, vegna kyns, tilheyra minnihlutahópi, eða þeirrar stöðu að vera barn á flótta undan átökum og eymd.  Um 28 milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín og  vaxandi fjöldi barna býr við stríðaátök og það eitt tvöfaldar líkurnar á að barnið nái ekki fimm ára aldri.  Á árinu 2015 voru meira en 75.000 börn myrt, 59 prósent þeirra voru unglingar á aldrinum 15 til 19 ára. Fyrir hvert þessara morða eru hundruð eða jafnvel þúsundir barna sem búa við ofbeldi. Að búa við ofbeldi eða ótta við ofbeldi ætti ekki að vera hluti af uppvexti neinna barna.

Þrátt fyrir að fjöldi þeirra barna sem eru utan skóla í heiminum hafi lækkað