Börn eru enn í hættu á Haítí

3month_situation_report_HaitiÞremur mánuðum eftir öflugan jarðskjálfta af stærðargráðunni 7 à Richter, er þörfin fyrir neyðaraðstoð á Haítí enn mjög brýn. Barnaheill – Save the Children hafa aðstoðað ríflega 550 þúsund manns á þessum tíma, þar af 240 þúsund börn. Þó steðja ýmsar hættur enn að börnum landsins, ef marka má þriggja mánaða stöðuskýrslu samtakanna „Stuðningur við börnin á Haítí“, og mikið starf er fyrir höndum.

Save_AZ16_3Month_report_minniÞremur mánuðum eftir öflugan jarðskjálfta af stærðargráðunni 7 à Richter, er þörfin fyrir neyðaraðstoð á Haítí enn mjög brýn. Barnaheill – Save the Children hafa aðstoðað ríflega 550 þúsund manns á þessum tíma, þar af 240 þúsund börn. Þó steðja ýmsar hættur enn að börnum landsins, ef marka má þriggja mánaða stöðuskýrslu samtakanna „Stuðningur við börnin á Haítí“, og mikið starf er fyrir höndum.

Jarðskjálftinn 12. janúar sl. hafði gríðarleg áhrif á líf rúmlega þriggja milljóna íbúa á Haítí. Þriðjungur þeirra missti heimili sín og áhrif þessara miklu náttúruhamfara á börnin verða seint metin til fulls. Þau sem lifðu af hafa misst fjölskyldur sínar, vini, eigur og nánasta umhverfi. Mitt í rústunum og umrótinu, verða börn viðkvæmari fyrir sjúkdómum, slysum, misnotkun og misbeitingu. Framtíð þeirra er óviss þar sem menntakerfi Haítí er í molum.

„Það er ekki hægt að ýkja umfang þessara hamfara og eftirköst þeirra. Börnin búa enn inn í þétt setnum búðum og rústum borga og aðeins örfáar fjölskyldur geta séð sér fyrir nauðþurftum án aðstoðar. Börnin eru því mjög berskjölduð,“ segir Charles MacCormack, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children, í Bandaríkjunum. „Þó við leggjum nótt við dag við að veita aðstoð og draga úr líkum á því að þessi börn og fjölskyldur þeirra verði fyrir frekari áföllum, er enn mikið starf fyrir höndum þannig að tryggja megi börnum á Haítí bætt kjör og betri framtíð.“

Sem fyrr segir hafa Barnaheill – Save the Children, í náinni samvinnu við yfirvöld á Haítí, alþjóðasamfélagið og frjáls félagasamtök, aðstoðað 553 þúsund manns, þar af eru rúmlega 240 þúsund börn. Áhersla samtakanna, sem starfa núna í Port-au-Prince, Léogâne, Jacmel, Petit Goâve og nágrenni, er á matardreifingu, skýli, heilsufarslega aðstoð, barnavernd, hreint vatn, hreinlæti, menntun og sjálfbærni.

Á síðustu þremur mánuðum hafa t.a.m. 250 þúsund manns notið matargjafa Barnaheilla – Save the Children, 7500 heimili hafa hlotið bráðabirgðaskjól, 221 þúsund manna hafa fengið aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, 23 þúsund börn og fullorðnir hafa fengið aðhlynningu, þ.a.m. hafa þúsundir mæðra með ungbarna verið