Börn eru fimm sinnum líklegri til að láta lífið í löndum þar sem skortur er á heilbrigðisstarfsmönnum

Smala_-_health_workerNý og viðamikil úttekt Barnaheilla – Save the Children sýnir hvar í heiminum er hættulegast og hvar öruggast fyrir börn að verða veik. Börn í Tchad og Sómalíu eru í mestri hættu þegar þau veikjast á meðan börn í Sviss og Finnlandi eru í minnstri hættu.

Smala_-_health_workerHeilbrigðisstarfsmaður á vegum Barnaheilla - Save the Children hugar að vannærðu barni í Sómalíu. Sómalía er á meðal þeirra 20 landa þar sem hættulegast er fyrir börn að verða veik. Ljósmynd: Save the Children.Ný og viðamikil úttekt Barnaheilla – Save the Children sýnir hvar í heiminum er hættulegast og hvar öruggast fyrir börn að verða veik. Börn í Tchad og Sómalíu eru í mestri hættu þegar þau veikjast á meðan börn í Sviss og Finnlandi eru í minnstri hættu.

Þessi nýja úttekt sýnir að börn, sem búa í löndunum í 20 neðstu sæti listans, eru fimm sinnum líklegri til að deyja en börn í löndum ofar á listanum. Þessi sömu 20 lönd eiga það sammerkt að vera undir viðmiðum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um ríflega tvo heilbrigðisstarfsmenn fyrir hverja þúsund íbúa.

Sérstök athygli er vakin á löndum á borð við Eþíópíu, Nígeríu og Síerra Leóne þar sem milljónir barna gætu látist vegna skorts á þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki. Við gerð listans, er ekki einvörðungu lagt mat á hversu margir heilbrigðisstarfsmenn eru í hverju landi, heldur einnig á umfang og áhrif starfs þeirra. Þá er tekið tillit til þess hve stór hluti barna er reglulega bólusettur og til hlutfalls mæðra sem hafa aðgang að lífsnauðsynlegri aðstoð við fæðingar.

Með úttektinni vilja Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þeirri staðreynd að nú vantar yfir 3,5 milljónir lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og annara heilbrigðisstarfsmanna í heiminum. Án þeirra verða börn ekki bólusett, ekki er hægt að ávísa lífsnauðsynlegum lyfjum og konur fá ekki sérfræðiaðstoð við fæðingu. Sjúkdómar á borð við lungnabólgu og niðurgang, sem auðveldlega má lækna, verða börnum að bana.

„Líf barns veltur á því hvar það er fætt í heiminum. Engin móðir ætti að þurfa að horfa upp á það að barn þess veikist og deyi, vegna þess að það er enginn þjálfaður heilbrigðisstarfsmaður sem getur veitt því aðstoð,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Leiðtogar heimsins verða að takast á við skort á heilbrigðisstarfsmönnum, ef þeir gera það ekki kostar þa