Börn á hamfarasvæðum í Japan lifa í stöðugum ótta

riko_japanBarnaheill – Save the Children segja að börn, sem þurftu að yfirgefa heimili sín og hafast við í fjöldahjálparstöðvum í norðaustur hluta Japan, þjáist af kvíða eftir erfiða lífsreynslu sína. Nú eru tvær vikur síðan mannskæður jarðskjálfti og flóðbylgja urðu í landinu. A.m.k. 75 þúsund börn eru á vergangi eftir hamfarirnar.

riko_japan
Riko Tomita, tólf ára, óttast aðra flóðbylgju. Ljósmynd: Barnaheill - Save the Children.

Barnaheill – Save the Children segja að börn, sem þurftu að yfirgefa heimili sín og hafast við í fjöldahjálparstöðvum í norðaustur hluta Japan, þjáist af kvíða eftir erfiða lífsreynslu sína. Nú eru tvær vikur síðan mannskæður jarðskjálfti og flóðbylgja urðu í landinu. A.m.k. 75 þúsund börn eru á vergangi eftir hamfarirnar.

Starfsmenn á vegum Barnaheilla – Save the Children, sem eru að störfum á hamfarasvæðinu, hafa fengið upplýsingar um börn sem geta ekki sofið, fá martraðir og eru ásótt af minningum um nýliðna atburði. „Lífi þessara barna og fjölskyldna þeirra hefur verið umturnað á síðustu fjórtán dögum. Á einu augabragði hafa þau glatað heimilum sínum, öllum eigum sínum og, í einhverjum tilfella, ættingum og vinum,“ segir Stephen McDonald, sem leiðir neyðarstarf Barnaheilla – Save the Children í Japan. „Það skiptir öllu máli að veita börnum þann stuðning sem þau þurfa til að takast á við það sem gerst hefur og forða þeim frá tilfinningalegum vanda síðar meir.“

Börn segjast þjást af martröðum um flóðbylgjuna og óttast að slíkur atburður endurtaki sig. Í bænum Minimisanriku, sem varð illa úti í hamförunum, minnist hin tólf ára gamla Riko Tomita þess þegar bílar flutu að henni. Hún segist ekki geta ímyndað sér að snúa aftur til fyrra lífs. „Ég var skelfingu lostin. Ég trúði ekki því sem fyrir augu bar. Við getum ekki hugsað okkur að snúa aftur heim, húsið okkar eyðilagðist en við óttumst líka aðra flóðbylgju.“

Starfsfólk Barnaheilla - Save the Children hefur einnig hitt foreldra og kennara sem viðra áhyggjur sínar af velferð barnanna í kjölfar hamfaranna. „Sum barnanna sáu lík í trjánum,“ segir Hiroko Akama, kennari við Kazuma grunnskólann í Ischinomaki. „Ein stúlka sá þegar flóðbylgjan hreif móður hennar með sér. Fjöldi barna heldur sig til baka og þau eru þögul. Ég veit ekki hvernig þau munu bregðast við í framtíðinni þegar þau rifja upp þessa atburði.“

evac_center_japanTeymi á vegum Barnaheilla – Save the Children vinna á öllu hamfarasvæðinu við að hjálpa börnum sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum og flóðbylgjunni, m.a. með því að setja upp barnvæn svæ&