Börn hanna nýja mjúkdýralínu fyrir IKEA

Mjúkdýraleiðangur Ikea heldur nú innreið sína 13. árið í röð. Börn alls staðar að úr heiminum hafa lagt átakinu lið og hannað sérstaka mjúkdýralínu sem framleidd er í takmörkuðu upplagi. Átakið miðar að því að safna fyrir menntaverkefnum Barnaheilla – Save the Children og UNICEF.

ikea-soft-toys-education-campaign-2015-rangeMjúkdýraleiðangur Ikea heldur nú innreið sína 13. árið í röð. Börn alls staðar að úr heiminum hafa lagt átakinu lið og hannað sérstaka mjúkdýralínu sem framleidd er í takmörkuðu upplagi. Átakið miðar að því að safna fyrir menntaverkefnum Barnaheilla – Save the Children og UNICEF.

Menntaverkefni satmtakanna í Afríku, Asíu og Evrópu bjóða börnum sem búa við skort gæðamenntun og auka þannig möguleika þeirra til betra lífs. Fyrir hvert mjúkdýr, barnabók, grímubúning eða barnaspil sem keypt er í verslunum IKEA frá 18. október til 19. desember rennur ein evra til þessara verkefna.

Mjúkdýralínan í ár er hönnuð af börnum sem tóku þátt í teiknisamkeppni IKEA á síðasta ári þar sem börnin voru hvött til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og hanna draumamjúkdýrið sitt. Þúsundir tillagna bárust og af þeim voru tíu hugmyndir valdar frá börnum í jafnmörgum löndum. Verðlaunamjúkdýrin í línunni í ár hafa hlotið nafnið SAGOSKATT og tillögurnar koma frá Noregi, Belgíu, Spáni, Malasíu, Bretlandi, Króatíu, Kýpur, Hollandi, Rúmeníu og Taívan.

Verðlaunadýrin í ár eru meðal annars skunkur, tígrisdýr og risaeðla.

„Þessi mjúkdýr eru sannarlega skemmtileg og hugmyndirnar að baki þeim sömuleiðis. En þau hafa líka sérstakan tilgang. Þarna eru börn að hjálpa börnum til betri framtíðar,” segir Bodil Fritjofsson, vöruþróunarstjóri IKEA í Svíþjóð.

Frá því Mjúkdýraleiðangur IKEA hófst fyrir rúmum 12 árum hefur átakið skilað næstum 77 milljónum evra, eða eða tæpum 11 milljörðum íslenskra króna, og skilað sér til meira en 11 millljón barna í gegnum 99 verkefni sem starfrækt eru í 46 löndum.

“Við getum einungis yfirstigið fátækt ef við setjum menntun á oddinn fyrir öll börn. Við þurfum sérstaklega að fjárfesta í gæðamenntun fyrir stúlkur, börn sem búa við fötlun og börn minnihlutahópa.  Ekkert barn ætti að vera skilið útundan þegar kemur að menntun,” segir Per Heggenes, framkvæmdastjóri IKEA Foundation.

Í ár verður aftur blásið til samkeppni um teikningu á bestu mjúkdýrunum sem gefur fleiri börnum tækifæri til að hanna draumamjúkdýrið sitt í þágu góðs málefnis.

Hér má lesa nánar um Ikea Foundation.