Börn og fjölskyldur þeirra horfa upp á skotbardaga og hryllilega atburði í Abidjan á Fílabeinsströndinni

Flabeinsstrndin_05042011Barnaheill – Save the Children vara við því að börn og fjölskyldur þeirra eru afar berskjölduð gagnvart skotbardögum og hryllilegum atburðum, nú þegar átök magnast í einni helstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan. Lýsandi frásagnir starfsfólks samtakanna í Abidjan af þeim hryllingi sem blasir við er til merkis um það hvernig öryggi barna minnkar dag frá degi.

Flabeinsstrndin_05042011
Ungur drengur og systir hans sem flúið hafa átökin á Fílabeinsströndinni. Ljósmyndari: Glenna Gordon.

Barnaheill – Save the Children vara við því að börn og fjölskyldur þeirra eru afar berskjölduð gagnvart skotbardögum og hryllilegum atburðum, nú þegar átök magnast í einni helstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan. Lýsandi frásagnir starfsfólks samtakanna í Abidjan af þeim hryllingi sem blasir við er til merkis um það hvernig öryggi barna minnkar dag frá degi.

„Við höfumst öll við í kjallaranum. Það er hvorki rafmagn né ljós. Hróp berast allsstaðar að en það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast, þar sem við höfum ekki aðgang að netinu eða útvarpi. Við sitjum í myrkrinu og bíðum,“ segir starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Abidjan.

 „Snemma á morgnana er fjöldinn allur af fólki með fötur, sem er að sækja sér vatn á bensínstöðina hér á móti. Þetta gerist áður en útigöngubannið tekur gildi á hádegi, fjölskyldur eru að reyna að afla sér vatns á meðan þær geta. Í okkar bæjarhluta hefur ekki verið vatn í þrjá daga. Við vorum heppin því við áttum svolitlar birgðir sem við skömmtum núna,“ segir annar starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Plateau, sem er miðsvæðis í Abidjan. Þar hafa einhver hörðustu átökin farið fram.

Nú þegar farið er að bera á skorti á matvælum og vatni, gerir örvænting vart við sig hjá fjölskyldum í leit að birgðum. „Útigöngubann hefst um hádegi, svo við förum af stað fyrir þann tíma til að safna í sarpinn. Fólk stendur í röðum fyrir framan þær verslanir sem eru opnar. Það er mikil eftirspurn og raðirnar fara að myndast klukkan sex á morgnana. Afgreiðsla hefst hins vegar ekki fyrr en klukkan tíu svo fólk bíður tímum saman,“ segir starfsmaður samtakanna í Abidjan.

Barnaheill - Save the Children halda áfram starfi sínu í Bouaké í norðri en þangað hafa hundruðir þúsunda flúið frá Abidjan á síðustu tíu dögum.  „Ég hef hitt börn, sem hafa þurft að flýja Abidjan, og þau eru í miklu uppnámi. Sum barnanna hafa sagt mér sögur af því hvernig þau komust í návígi við ofbeldi. Mörg þeirra hafa heyrt byssuskot dögum saman, þau hafa orðið vitni að ránum, drápum og skothríð. Þau voru sífellt að velta því fyrir sér hvenær og hvar næsta skothríð yrði og þegar &eac