Börn í Japan gætu þurft að dvelja mánuðum saman í fjöldahjálparstöðvum

nobiru_011_japanÞrátt fyrir umfangsmikið og vel skipulagt hjálparstarf japanskra stjórnvalda, gætu börn, sem misstu heimili sín í flóðbylgjunni í liðinni viku, þurft að dvelja mánuðum saman í fjöldahjálparstöðvum þar sem skortir viðunandi hreinlætisaðstöðu. Barnaheill – Save the Children hafa fengið staðfest frá opinberum aðilum, sem stýra neyðarhjálp á hamfarasvæðinu, að búist sé við að fjöldahjálparstöðvar verði opnar í a.m.k. tvo mánuði í viðbót.

nobiru_011_japanÞrátt fyrir umfangsmikið og vel skipulagt hjálparstarf japanskra stjórnvalda, gætu börn, sem misstu heimili sín í flóðbylgjunni í liðinni viku, þurft að dvelja mánuðum saman í fjöldahjálparstöðvum þar sem skortir viðunandi hreinlætisaðstöðu. Barnaheill – Save the Children hafa fengið staðfest frá opinberum aðilum, sem stýra neyðarhjálp á hamfarasvæðinu, að búist sé við að fjöldahjálparstöðvar verði opnar í a.m.k. tvo mánuði í viðbót.

Hálf milljón manna, þar á meðal 100 þúsund börn, misstu heimili sín þegar flóðbylgja reið yfir norðaustur strönd Japans í kjölfar jarðskjálfta af stærðargráðunni 9.0 á Richter. Hamförunum hefur verið lýst sem einum þeim alvarlegustu í sögu landsins. Ríkisstjórn Japans greip þegar í stað til umfangsmikilla neyðaraðgerða. Aðeins ellefu dögum eftir að flóðbylgjan reið yfir, hafa nær allir þeir sem lentu á vergangi verið skráðir í fjöldahjálparstöðvum þar sem boðið er upp á mat, vatn og aðra lífsnauðsynlega aðstoð. En margar þeirra bygginga, sem nýttar eru undir fjöldahjálparstöðvar, eru ekki gerðar fyrir búsetu og sumir þeirra sem þar búa segjast ekki hafa þvegið sér almennilega í fjölda daga.

„Flóðbylgjan eyddi heilu bæjunum út af kortinu og fólkið sem þar bjó hefur engan stað til að snúa á,“ segir Stephen McDonald, sem leiðir neyðarstarf Barnaheilla – Save the Children í Japan. „Japanska ríkisstjórnin hefur staðið sig mjög vel í að tryggja að þeir sem urðu fyrir barðinu á hamförunum hafi aðgang að lífsnauðsynlegri hjálp. En fjöldahjálparstöðvarnar voru ekki byggðar til að taka á móti þessum fjölda fólks.“

Stöðvarnar, sem flestar eru opinberar byggingar eins og skólar og leikfimisalir í útjaðri þeirra bæja og borga sem urðu fyrir flóðbylgjunni, hýsa hundruðir manna sem deila erfiðum búsetuskilyrðum. Margir hafa ekki getað þvegið sér eða sótthreinsað pela og önnur matarílát fyrir börn síðan flóðbylgjan reið yfir.

Opinberir aðilar, sem Barnaheill – Save the Children hefur rætt við, segja það samhljóða mat að margar þeirra fjölskyldna sem eru á vergangi, muni þurfa að hafast við í fjöldahjálparstöðvunum mánuðum saman á meðan að japönsk yfirvöld setja af stað gríðarlegt átak í byggingu tímabundinnar aðstöðu fyrir þetta fólk.

„Það er enginn vafi á því að fjöldahjálparstöðvarnar hafa bjargað fjölda lífa en ef fólk þarf að dveljast þar má