Börn í mikilli hættu á Fílabeinsströndinni

RS30208_P_19-scrHættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill – Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn.

RS30208_P_19-scr
Fjölskyldur á flótta. Ljósmyndari: Thierry Gouegnon.

Hættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill – Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn.

Í bænum Duekoué í vestri, þar sem meint fjöldamorð á hundruðum manna á að hafa átt sér stað, hafa að minnsta kosti 27 þúsund manns þurft að flýja, margir af þeim börn. Þau, og fjölskyldur þeirra, hafa leitað skjóls í og í kringum opinberar byggingar, eins og kirkjur. „Ég kom með ömmu minni í síðustu viku þegar bardagamennirnir komu. Þeir sögðu konum og börnum að fara til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Við höldum að þeir hafi haldið karlmönnunum eftir til að drepa þá. Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða. Ég varð að sofa úti. Ég hef engin föt, bara einar buxur. Þar sem Barnaheill – Save the Children gáfu okkur hrísgrjón í vikunni, hef ég eitthvað að borða núna,“ segir 14 ára drengur í Duekoué.

 

Barnaheill – Save the Children voru meðal fyrstu hjálparsamtaka til að dreifa hrísgrjónum, olíu, fiski og salti til sameiginlegra máltíða sem náðu til yfir 20 þúsund manna í Duekoué. En eftir veru sína þar, segja starfsmenn samtakanna að þar sé allsstaðar yfirfullt og ekkert viðunandi skjól, ekkert drykkjarvatn, lítill sem enginn matur, engin salerni og engin hreinlætisaðstaða. Þetta gefur ótta, um að lífshættulegir sjúkdómar kunni að breiðast út, byr undir báða vængi. Má þar nefna sjúkdóma á borð við kóleru. Barnaheill – Save the Children vinnur nú að því að auka umfang neyðarhjálpar sinnar til að geta mætt þörfum barna og fjölskyldna þeirra og hefur sent sérfræðinga sína í heilbrigðismálum vestur til að leiða starfið á þessu svæði.

„Starfsfólk okkar á vettvangi segir að börn og fjölskyldur þeirra búi við skelfilegar aðstæður í Duekoué. Það ber stækan fnyk að vitum þegar komið er inn á svæðið þar sem flóttafjölskyldurnar hafast við,“ segir Guy Cave, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Fílabeinsströndinni. „Það eru engin almennilega salerni og gríðarlegur vatnsskortur, svo fólkið getur ekki haldið sér hreinu. &THO