Börn styðja Barnaheill ? Save the Children á Íslandi

Born_tombola_minni_2Þrjú dugleg börn, Gyða Björg Ásbjarnardóttir, Elíana Mist Friðriksdóttir og Þráinn Ásbjarnarson, komu færandi hendi á skrifstofu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á dögunum. Þau færðu samtökunum að gjöf afrakstur tombólu sem þau héldu í Álfheimum.

Born_tombola_minni_1Þrjú dugleg börn, Gyða Björg Ásbjarnardóttir, Elíana Mist Friðriksdóttir og Þráinn Ásbjarnarson, komu færandi hendi á skrifstofu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á dögunum. Þau færðu samtökunum að gjöf afrakstur tombólu sem þau héldu í Álfheimum.

Alls söfnuðu börnin 1.465 krónum sem þau afhentu Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Að sögn barnanna, gekk tombólan vel þó veður hafi orðið til þess að þau urðu að fara tvisvar af stað. Á meðal þess sem þau Gyða Björg, Elíana Mist og Þráinn seldu voru klukka, pez-kallar og grænt dótaslím.

Börnin vildu styðja samtök sem hjálpa börnum, bæði hér á landi og erlendis og minntust sérstaklega á það að þau vildu minnka ofbeldi.

Petrína þakkaði börnunum kærlega fyrir stuðninginn og færði þeim að gjöf barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og rauðar blöðrur.