Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna

Þann 15.maí nk mun Náum Áttum hópurinn standa fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel frá klukkan 08:15- 10:00. Yfirskrift fundarins er Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna. Ábyrgð fjölmiðla og foreldra – úrræði.

Þann 15.maí nk mun Náum Áttum hópurinn standa fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel frá klukkan 08:15- 10:00. Yfirskrift fundarins er Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna. Ábyrgð fjölmiðla og foreldra – úrræði.

Framsögumenn fundarins koma úr ólíkum áttum en Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur hjá Foreldrahúsi hefur leikinn með erindinu Sjálfstyrkingarnámskeið, úrræði fyrir hverja?  Vigdís Jóhannsdóttir markaðsráðgjafi hjá Pipar/TPWA fjallar um Ábyrgð fyrirtækja og auglýsenda og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður rekur lestina með erindinu Hvernig væri að breyta þjóðfélaginu?

Margrét Júlía Rafnsdóttir verður fundarstjóri. Opnar umræður verða á fundinum.

Þátttökugjald er 1.800 krónur og er morgunverður innifalinn. Skráning fer fram á á heimasíðu samtakanna : www.naumattum.is

Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu.