Búast við holskeflu flóttamanna frá Sýrlandi

Ótti almennings í Sýrlandi við loftárásir vegna efnavopnaárásarinnar í Damaskus í síðustu viku fer vaxandi. Staða sýrlenskra fjölskyldna og barna versnar með hverjum deginum sem líður og búist er við gífurlegri aukningu flóttamanna yfir landamærin til nærliggjandi landa á næstu dögum og viku. Barnaheill - Save the Children sem starfa á landamærum Sýrlands óttast um öryggi og ástand flóttamannanna og kalla eftir fjárstuðningi almennings til að mæta fjölgun flóttamanna.

Ótti almennings í Sýrlandi við loftárásir vegna efnavopnaárásarinnar í Damaskus í síðustu viku fer vaxandi. Staða sýrlenskra fjölskyldna og barna versnar með hverjum deginum sem líður og búist er við gífurlegri aukningu flóttamanna yfir landamærin til nærliggjandi landa á næstu dögum og viku. Barnaheill - Save the Children sem starfa á landamærum Sýrlands óttast um öryggi og ástand flóttamannanna og kalla eftir fjárstuðningi almennings til að mæta fjölgun flóttamanna.

Mannúðarsamtök sem starfa á svæðinu búa sig undir holskeflu flóttamanna yfir landamærin. Daglega reyna þúsundir Sýrlendinga að komast yfir landamærin til Jórdaníu og Líbanon, en búist er við að sú tala geti hækkað mjög á næstunni.

“Átökin sem staðið hafa yfir í tvö og hálft ár hafa skapað hörmulegar aðstæður fyrir sýrlensk börn. Barnaheill – Save the Children fordæma notkun efnavopna, sérstaklega gegn börnum. Samtökin leggja mikla áherslu á að það sé forgangsmál að börn fái vernd gegn hörmungunum og að þau séu örugg,” segir Erna Reynisdóttir,framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. 

Save the Children hafa hjálpað 700 þúsund börnum og fjölskyldum þeirra í Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Fjárstuðningur frá alþjóðasamfélaginu hefur ekki mætt kostnaði, en þörfin er gífurleg að sögn Ernu; “Á þessum viðkvæma tímapunkti er mikilvægt að alþjóðasamfélagið missi ekki sjónar á þeim mannlega harmleik sem þarna er að eiga sér stað. Samtökin þurfa miklu meiri fjárstuðning frá alþjóðasamfélaginu til að geta brugðist við þessari hræðilegu mannúðarkrísu.”

Ástandið í flóttamannabúðunum

Héðinn Halldórsson, fjölmiðlafulltrúi alþjóðasamtaka Save the Children, er nú í flóttamannabúðunum Za'atari í Jórdaníu við landamæri Sýrlands.

“Við höfum mjög miklar áhyggjur af versnandi stöðu flóttamanna í Sýrlandi. Óttinn við loftárásir vegna eiturefnaárásarinnar í Al-Ghouta  hefur heltekið fólkið í búðunum.  Þegar flóttamennirnir heyra fréttinrnar vara þeir ættingja sína í Sýrlandi við. Við erum að búa okkur undir að auka aðstoðina til muna,” segir Héðinn.

Alþjóðasamtökin hafa óskað eftir fjárhagsstuðningi til að geta sent nauðsynleg gögn og mannafla á staðinn til að mæta þessari auknu þörf

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stuðningi allra sem geta lagt sitt af mörkum til að koma Sýrlendingum til hjálpar. Söfnunarsímarnir eru 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.9