Byrgjum brunninn - fyrirbyggjum einelti

Reglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás.

MJR_500xReglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás.

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur nú samþykkt að óháður aðili verði fenginn til að fara yfir verkferla vegna eineltis og samskiptavanda barna. Mjög mikilvægt er að verkferlar séu góðir og virki vel þegar slík mál koma upp. Jafnframt er mikilvægt að þeir sem eru þolendur eineltis, svo og gerendur fái viðeigandi aðstoð. Að vinna úr afleiðingum eineltis getur tekið langan tíma, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt.

Best er því auðvitað að koma í veg fyrir einelti. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir einelti og byggja upp umhverfi barna þannig að samskiptin byggist á virðingu, umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum, umhyggju fyrir náunganum og hugrekki til að bregðast við órétti? Það er gert með því að byggja upp góðan skólabrag og skilning á því að einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Það er gert með því að skoða og vinna með hópinn sem heild og samskiptamynstur hans, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Það er gert með því að tryggja að ekki sé jarðvegur fyrir einelti. Það er gert með því að byrja strax í leikskóla.

Vináttuverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla sem byggir einmitt á þessari hugmyndafræði. Verkefnið byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og rannsóknir sýna að verkefnið ber góðan árangur. Jafnframt er mikil ánægja meðal starfsfólks, foreldra og barna með Vináttu. Verkefnið er danskt að uppruna, nefnist Fri for mobberi á dönsku, og er nú notað í 50% leikskóla í Danmörku og 40% grunnskóla. Barnaheill hófu vinnu með verkefnið haustið 2014 og í dag eru 30 leikskólar þátttakendur í verkefninu. Fleiri munu bætast í hópinn í haust.

Einelti getur þróast út frá aðstæðum sem í fljótu bragði virðast saklausar, eins og að skilja út undan í leik, eða vilja ekki leiða einhvern. Þegar tekist er á við þannig aðstæður er mikilvægt að tryggja að allir komi út úr aðstæðum með reisn. Að ekki s&eacut