Covid-19 mun hafa langvarandi áhrif á milljónir afrískra barna ef ekkert er að gert – Barnaheill – Save the Children undirbúa fyrirbyggjandi aðgerðir og kalla eftir stuðningi

Tilfellum Covid-19 hefur fjölgað jafnt og þétt í Afríku á undanförnum dögum og hafa stjórnvöld víðsvegar um álfuna reynt að bregðast við faraldrinum. Nú eru tilfellin komin yfir 20 þúsund og hafa öll Afríkuríki nema tvö tilkynnt um smit. 

Stjórnvöld í álfunni hafa lagt áherslu á að stöðva útbreiðslu veirunnar með takmörkunum, en þessar takmarkanir hafa haft verulega slæm áhrif á fátækustu heimilin. Útgöngubann hefur verið sett á víða í álfunni sem hefur aukið óöryggi íbúa og kemur það sér verst fyrir þau fátækustu. Mörg ríki hafa beitt hervaldi til þess að tryggja að íbúar fylgi reglum um útgöngubann og t.a.m í Nígeríu og Kenía hafa fleiri fallið fyrir hendi hersins en fyrir sjúkdómnum frá því að útgöngubann var sett á.

Barnaheill - Save the Children vara við þeim áhrifum sem takmarkanir eins og útgöngubann og lokanir á skólum hafa á milljónir afrískra heimila. Settar hafa verið hömlur á hreyfingar fólks innan og á milli ríkja og mörkuðum hefur verið lokað. Milljónir heimila hafa misst tekjur vegna faraldursins, þar sem foreldrar geta ekki mætt til vinnu og hefur það haft mikil áhrif á fátækustu heimilin þar sem grunnþörfum er ekki mætt. Fæðuöryggi er í hættu og með lokunum skóla eiga börn í hættu á að einangrast og verða fyrir ofbeldi.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af langvarandi áhrifum Covid-19 á börn í álfunni. Talið er að allt að 132 milljónir manna muni búa við algera fátækt vegna faraldursins ef ekkert er að gert. 

Á undanförum árum hefur menntun barna í Afríku hefur aukist og dregið úr fátækt og barnadauða svo eitthvað sé nefnt. Búast má við því að þær miklu framfarir sem hafa átt sér stað muni ganga tilbaka á aðeins nokkrum mánuðum ef ekkert er að gert. Með faraldrinum er hætta á að börn verði fyrir auknu ofbeldi, flosni upp úr námi eða ungur stúlkur verði seldar í hjónabönd.

Til þess að vernda börn gegn alvarlegum áhrifum COVID-19 hafa Save the Children sent út alþjóðlegt neyðarkall til að taka á við áhrif kórónaveirunnar. Neyðarkallið er það stærsta í 100 ára sögu samtakanna. Samtökin hafa heitið því að standa vörð um heila kynslóð með því að vernda líf barna, hjálpa þeim að læra, auka fjárhagslega seiglu fjölskyldna.

Barnaheill - Save the Children í Úganda undirbúa fyrirbyggjandi aðgerðir gegn Covid-19