Dagur mannréttinda barna er 20. nóvember á afmælisdegi Barnasáttmálans

Dagur mannréttinda barna 20. nóvember 2018.
Dagur mannréttinda barna 20. nóvember 2018.

Hvernig væri að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, taka þátt í orðasmiðju Barnaheilla og semja slagorð eða málshætti sem styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tengjast daglegu lífi nemenda? Ekki síst með áherslu á rétt allra barna til verndar gegn mismunun, m.a. á grundvelli kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, fötlunar eða ætternis, sem kveðið er á um í 2. grein sáttmálans:

2. grein. Jafnræði — bann við mismunun 
Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.

Tilefnið er Dagur mannréttinda barna sem haldinn verður í þriðja sinn þann 20. nóvember. Allir skólar eru hvattir til þátttöku

Kjörið er að tengja orðasmiðjuna við Dag íslenskrar tungu sem er þann 16. nóvember.

Sendið slagorðin og málshættina í síðasta lagi 20. nóvember á fjarsjodskistan@barnaheill.is þar sem þau verða birt og veittar viðurkenningar.

Barnasáttmálinn er sáttmáli um þau mannréttindi sem öll börn eiga að njóta og öll börn eiga að þekkja.

Skólar landsins eru hvattir til að gera ráð fyrir tíma og rými fyrir vinnu að verkefnum um mannréttindi barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Barnaheill hafa útbúið fræðsluefni og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem nýst geta leik- grunn- og framhaldsskólum við vinnuna og finna má á hér á vefsíðunni. Fjársjóðskistan