Dómsmálaráðuneytið veitir 1 milljón króna til verkefnisins ,,Stöðvum barnaklám á Netinu"

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Barnaheilla „Stöðvum barnaklám á Netinu" með einni milljón króna. Verkefnið var stutt af Evrópusambandinu frá 1. apríl 2001–31. mars 2003 og ríkisstjórnin studdi verkefnið á árinu 2002 með einni milljón króna. Frá 1. apríl 2003 hefur verkefnið verið fjármagnað af samtökunum sjálfum. Barnaheill þakka stuðning íslenskra stjórnvalda við þetta mjög svo brýna verkefni.

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Barnaheilla „Stöðvum barnaklám á Netinu" með einni milljón króna. Verkefnið var stutt af Evrópusambandinu frá 1. apríl 2001–31. mars 2003 og ríkisstjórnin studdi verkefnið á árinu 2002 með einni milljón króna. Frá 1. apríl 2003 hefur verkefnið verið fjármagnað af samtökunum sjálfum. Barnaheill þakka stuðning íslenskra stjórnvalda við þetta mjög svo brýna verkefni.

Margir hafa stutt við verkefnið með samstarfi og góðum ráðleggingum eins og lögregla, ríkssaksóknari, barnaverndaryfirvöld, dómsmálaráðuneyti og netþjónustur. Ábendingalínan gegn barnaklámi hefur verið starfrækt frá því í október 2001. Á þessum tíma hafa að meðaltali borist um 60 ábendingar á mánuði og hafa um 30% þeirra snúist um barnaklám. Barnaheill eru aðili að alþjóðasamtökunum INHOPE, sem byggjast á neti ábendingalína um allan heim og hafa að auki það verkefni að vekja athygli á málefninu með fræðslu og kynningu. Frekari upplýsingar um verkefnið og ábendingalínu Barnaheilla er að finna hér á vefnum undir hnappnum „Stöðvum barnaklám".