Dregur úr barnadauða - en framþróun er of hæg

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að töluvert hefur dregið úr barnadauða, sem sýnir að árangur er að nást í baráttunni gegn þeim þáttum sem valda dauðanum.

Í fyrsta sinn frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu rannsóknir sínar fellur barnadauði á heimsvísu úr 7,6 milljónum barna árið 2010 í 6,9 milljón árið 2011. Í mörgum fátækustu löndum heims er að nást góður árangur í baráttunni við dauða barna undir fimm ára aldri. Framþróun vandans á heimsvísu er hins vegar enn of hæg til að ná megi þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015.

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að töluvert hefur dregið úr barnadauða, sem sýnir að árangur er að nást í baráttunni gegn þeim þáttum sem valda dauðanum.

Í fyrsta sinn frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu rannsóknir sínar fellur barnadauði á heimsvísu úr 7,6 milljónum barna árið 2010 í 6,9 milljón árið 2011. Í mörgum fátækustu löndum heims er að nást góður árangur í baráttunni við dauða barna undir fimm ára aldri. Framþróun vandans á heimsvísu er hins vegar enn of hæg til að ná megi þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2015.

“Þessar nýju tölur sýna að dauðsföllum barna undir fimm ára aldri hefur fækkað um næstum helming á einu kynslóðabili. Nú á 21. öldinni er í sjónmáli sá möguleikinn á að koma í veg fyrir barnadauða”, segir Ágúst Þórðarson, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi; “Þessi skýrsla sýnir þó að baráttunni er langt frá því að vera lokið og að ódýrar lausnir, sem geta bjargað barnslífum eru ekki að ná til þeirra fjölmörgu mæðra, nýbura og barna sem þurfa mest á hjálpinni að halda. Með samstilltu átaki og vilja  getum við hjálpað til við að breyta því.”

EVERY ONE herferð alþjóðasamtaka Save the Children leggur áherslu á raunhæfar aðgerðir til að ná þessum markmiðum og binda enda á barnadauða, sem orsakast af þáttum sem hægt er að koma í veg fyrir. Það er gert með því að leggja sérstaka áherslu á að tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, stuðning við bólusetningar og auka áherslu á að ná tökum á vannæringu.

Í skýrslunni kemur fram að helstu orsakir barnadauða séu lungnabólga, ótímabærar fæðingar, niðurgangur, ýmis vandkvæði við barnsburð  og malaría, en vannæring sé þó undirliggjandi ástæða í einum þriðja tilfella. Þá á nærri helmingur alls barnadauða sér stað í einungis fimm löndum; Indlandi, Nígeríu, Kongó, Pakistan og Kína.

Dauðsföllum allra barna undir fimm ára aldri hefur fækkað í heildina samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, en dauðsföllum barna fyrstu mánuði eftir fæðingu fækkar hægar. Þannig telja andlát nýbura til 43% alls barnadauða í heiminum, en sú tala var 36% árið 1990. Yfir heildina á mikill meirihluti barnadauða eða 83% sér stað í löndum sunnan Sahara í Afríku og í suðurhluta Asíu.

Save the Children leggja áherslu á að nú sé mikilvægur tími fyrir styrktaraðila að leggja