Dyggur stuðningsaðili endurnýjar samning

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Icelandair Group hafa endurnýjað samstarfssamning þess efnis að Icelandair Group verði sérstakur bakhjarl Barnaheilla.

Icelandair samstarf undirritun 2015Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Icelandair Group hafa endurnýjað samstarfssamning þess efnis að Icelandair Group verði sérstakur bakhjarl Barnaheilla. Fyrirtækið hefur frá árinu 2008 styrkt samtökin um ákveðinn fjölda flugferða og gistinátta á ári hverju.

Samningurinn var undirritaður af Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group og Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla.

,,Þetta gagnast Barnaheillum sérlega vel þar sem samtökin eru virk bæði hér á landi og erlendis. Stuðningur Icelandair Group er okkur afar mikilvægur,” sagði Erna við undirritun samningsins.

Barnaheill - Save the Children eru alþjóðleg mannréttinda- og hjálparsamtök sem vinna í þágu barna og hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Samtökin starfa í meira en 120 löndum víðs vegar um heiminn.