Eftirlitsheimsókn frá Inhope

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra og SAFT, en þangað má tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Barnaheill taka þátt í alþjóðlegu samstarfi ábendingalína með aðild sinni að regnhlífasamtökunum Inhope. Með aðild sinni að Inhope gangast Barnaheill undir að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði svo tryggt sé að vinna gegn kynferðisofbeldi gegn börnum á neti sé samræmd á milli ábendingalína í heiminum öllum og til að takmarka tæknilegar og mannlegar hindranir við vinnslu ábendinga sem þarf að vera fumlaus og fljótleg. Á dögunum fengu samtökin heimsókn frá Amy Crocker, sem annast eftirlit með gæðum ábendingalína fyrir Inhope, og vann hún úttekt á starfsemi ábendingalínu Barnaheilla í góðu samstarfi við Þóru Jónsdóttur, verkefnastjóra ábendingalínunnar, annað starfsfólk og fulltrúa annarra þátttakenda í SAFT verkefninu. Úttektin leiddi til ágætrar niðurstöðu um gæði ábendingalínu Barnaheilla sem birtist í skýrslu sem hægt er að nálgast hjá samtökunum ef leitað er eftir því.

Ábendingahnappur