,,Ég bið fyrir þeim á hverjum degi?. Íslensk börn koma saman og minnast barna á Haítí

samverustund barna hjá RósinniBarnaheill, Save the Children, á Íslandi stóðu fyrir stuttrisamverustund hjá minnismerkinu Rósinni við Þvottalaugarnar í Laugardalþriðjudaginn 2. febrúar og var stundin tileinkuð þeim börnum sem hafa látisteða eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftanna á Haítí. Rósin er alþjóðlegtminnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartáknfyrir börn á Íslandi og um allan heim. Meira en 100 börn tóku þátt ísamverustundinni, nemendur í þriðja bekk Laugarnesskóla og börn frá LeikskólanumNjálsborg og lögðu þau m.a. rósir að minnismerkinu.

Rósa Diljá Gísladóttir, nemandi í Laugarnesskóla las reynslusögu Andrise, 9 ára gamallrar stúlku á Haítí og las hún m.a.: ”Ég var aðbaða mig daginn sem jarðskjálftinn varð, þegar húsið byrjaði að hristast og hristast. Litla frænka mín stóð við hliðina á mér og við urðum mjög hræddar oghlupum inn.Þegar við komum inn, þá hrundi einn veggurinn á húsinu á gólfið.Húsið við hliðina á okkur hrundi og tvö lítil börn sem voru þar inni dóu. Ég hélt að við værum öll að deyja. Ég hélt að það væri komin heimsendir".

samverustund barna hjá RósinniBarnaheill, Save the Children, á Íslandi stóðu fyrir stuttrisamverustund hjá minnismerkinu Rósinni við Þvottalaugarnar í Laugardalþriðjudaginn 2. febrúar og var stundin tileinkuð þeim börnum sem hafa látisteða eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftanna á Haítí. Rósin er alþjóðlegtminnismerki óþekkta barnsins um von og trú og er ætlað að vera sameiningartáknfyrir börn á Íslandi og um allan heim. Meira en 100 börn tóku þátt ísamverustundinni, nemendur í þriðja bekk Laugarnesskóla og börn frá LeikskólanumNjálsborg og lögðu þau m.a. rósir að minnismerkinu. 

Rósa Diljá Gísladóttir, nemandi í Laugarnesskóla las reynslusögu Andrise, 9 ára gamallrar stúlku á Haítí og las hún m.a.: ”Ég var aðbaða mig daginn sem jarðskjálftinn varð, þegar húsið byrjaði að hristast og hristast. Litla frænka mín stóð við hliðina á mér og við urðum mjög hræddar oghlupum inn.Þegar við komum inn, þá hrundi einn veggurinn á húsinu á gólfið.Húsið við hliðina á okkur hrundi og tvö lítil börn sem voru þar inni dóu. Ég hélt að við værum öll að deyja. Ég hélt að það væri komin heimsendir".

Íslensku börnin eru mjög meðvituð um það ástand sem er til staðar hjá börnunum á Haítí og tjáðu sig um það:

 “Ég bið fyrir þeim á hverjum degi og hugsa til þeirra”.

“Ég vona að þeir byggi núna hús með járni í, svo þau hrynji ekki”.

Börn eru alltaf meðal þeirra berskjölduðustu í hamförum og svo er einnig á Haítí. Jarðskjálftinn gerði þúsundir fjölskyldna heimilislausar og hefur neytt þær til að búa á götum úti við allsleysi.

Fjöldi barna eru án fullnægjandi umönnunar og eru aðskilin frá foreldrum sem hugsanlega hafa látist eða eru slasaðir og því er aukin hætta á að börnin verða fórnarlömb mansals eða verði misnotuð kynferðislega. Talið er að a.m.k. ein milljón barna séu nú án umönnunar og séu munaðarlaus eða hafi misst annað foreldri. Barnaheill, Save the Children, vinna að því í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og fleiri samtök að finna ættingja barnanna.

Barnaheill, Save the Children, hafa starfað á Haítí frá 1978. Frá því jarðskjálftinn varð hafa samtökin aðstoðað meira en 100 þúsund manns með matargjöfum, vatni og öðrum nauðsynjum. Þau hafa komið upp nokkrum sjúkrahúsum og hafa þjálfa