?Ég vil ekki muna eftir ferðinni. Aldrei?

„Það var stríð í Sýrlandi, en að minnsta kosti fékk ég mat. Ég ímyndaði mér aldrei að ég yrði verr settur hér í Evrópu. Þetta er ekki sú Evrópa sem ég bjóst við. Þetta er alls ekki mannúðlegt.“

Flóttamenn

„Það var stríð í Sýrlandi, en að minnsta kosti fékk ég mat. Ég ímyndaði mér aldrei að ég yrði verr settur hér í Evrópu. Þetta er ekki sú Evrópa sem ég bjóst við. Þetta er alls ekki mannúðlegt.“

Hann stendur fyrir framan mig. Þetta eru súrrealískar aðstæður. Flóttamannabúðir sem staðsettar eru upp á hæð á grísku eynni Lesbos. Sýrlenskur flóttamaður, þriggja barna faðir. Þessi staður var áður garður fyrir börn, með malbikuðum götum og litlum umferðarskiltum. Nú er svæðið tímabundið heimili þúsunda flóttamanna sem búa í litríkum tjöldum, undir brennandi heitri sólinni. Búðirnar eru yfirfullar, háværar og yfir svæðinu liggur daunn af svita og líkamsúrgangi.

Vantrú skín úr augum hans. Vonleysi. Við tölum um Sýrland. Hverju hann hefur glatað. Hvað muni gerast. „Allir eru flóttamenn eða innflytjendur, við erum öll afkomendur flóttamanna,“ segir hann. Ég kinka kolli. Ég er sjálfur barnabarn konu sem flúði stríð. Ég vissi það ekki þá, en 24 klukkustundum síðar er ég minntur á þessi orð þegar ég geng framhjá veggjakroti í höfninni í Mytillini á Lesbos. „Við erum öll innflytjendur“ stendur svörtum stöfum á vegg.

Reiði og vonbrigði liggja í loftinu í tímabundnu flóttamannabúðunum í Kara Tepe á Lesbos. Fyrir aðeins tveimur dögum, þegar flóttamennirnir komu til eyjarinnar, voru Afganarnir og Sýrlendingarnir uppnumdir. Þá fann maður fyrir tilfinningu um nýfengið frelsi, létti yfir að vera á lífi og að fá annað tækifæri.

Til að komast til grísku eyjanna, þurfa flóttamenn að komast yfir hafið frá Tyrklandi. Ferðin tekur nokkra klukkutíma og flóttamennirnir stýra sjálfir mótordrifnum gúmmíbátum. Þeir eru yfirfullir, þéttsetnir af mönnum, konum og börnum, tilbúnum að leggja allt í sölurnar. 

„Maðurinn minn tók myndir á leiðinni, en ég eyddi þeim af því ég vil ekki muna eftir ferðinni. Aldrei,“ segir þriggja barna móðir. Þau vilja fara til Þýskalands eða Danmerkur. Þau hafa heyrt að það sé ný í haldssöm stjórn við völd í Danmörku, svo Þýskaland lítur út fyrir að vera líklegri kostur.

Einn af hverjum 122 einstaklingum í heiminum er hælisleitandi, flóttamaður eða á flótta í eigin landi. Meira en helmingur flóttamannanna eru börn. Eitt af þeim er Sami*.

Hann er 15 ára Sýrlendingur. Sami er hér með vini sínum, fjölskylda hans er í S