Egypsk börn í hættu vegna ofsafenginna átaka

EgyptalandBarnaheill – Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum af því hvernig börn hafa dregist inn í ofsafengin átök í pólítískum mótmælum síðustu daga. Þessi börn geta særst, bæði andlega og líkamlega, og jafnvel verið í lífshættu.

Egyptaland
Ljósmynd: REUTERS/Yannis Behrakis/alertnet.org

Barnaheill – Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum af því hvernig börn hafa dregist inn í ofsafengin átök í pólítískum mótmælum síðustu daga. Þessi börn geta særst, bæði andlega og líkamlega, og jafnvel verið í lífshættu.

Samkvæmt sjónarvottum, eru sumir þátttakenda í mótmælunum börn og eftir því sem spennan magnast í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, aukast líkurnar á því að þau verði fórnarlömb ofbeldis. Ríflega 300 manns hafa verið drepin og þúsundir slasast í mótmælunum undanfarna daga. Ekkert lát virðist á mótmælum beggja hópa, þ.e. fylgismanna og andstæðinga Hosni Mubaraks forseta, og því er hætt við að tala látinna muni enn hækka.

„Þessi blanda af spennuþrungnu andrúmslofti, pólítískum andstæðingum að mótmæla og vopnum á götunum skapar alvarlega hættu fyrir börn,“ segir Jane Gibreel, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Egyptalandi. „Við viljum senda skýr skilaboð til allra Egypta um að þeir beri ábyrgð á því að vernda börnin.“

Þar sem lögregla hefur lagt niður hefðbundið eftirlit, hafa íbúar tekið höndum saman og sett upp eftirlitsstöðvar til að verja hverfi sín. Barnaheill – Save the Children óttast um öryggi barna sem eru að hjálpa til í baráttunni við glæpagengi. Vitað er um allt niður í tólf ára drengi sem hafa aðstoðað feður sína, bræður og nágranna á næturvöktum til að koma í veg fyrir gripdeildir og aðra glæpi. Þessir drengir eiga á hættu á að verða sjálfir fórnarlömb ofbeldis.
 
„Áhrifin á börn sem dragast inn í þessi hræringar geta verið mjög alvarleg, bæði út frá öryggissjónarmiðum og sálfræðilegri velferð þeirra til lengri tíma litið,“ segir Gibreel. „Allir Egyptar verða að tryggja að börnin þeirra séu eins örugg og mögulegt er á þessum hættutímum.“

Barnaheill – Save the Children skora á alla hlutaðeigandi í Egyptalandi að tryggja vernd barna gegn þeim hættum sem pólítískur órói veldur. Þá verður að halda áfram verkefnum sem lúta að menntun, afnámi barnaþrælkunar, óeðlilegum búferlaflutningum og aðstoð við nýbura alls staðar í landinu. Þannig verður þeim börnum sem helst þurfa á aðstoð að halda, best hjálpað.