Einelti - úrræði og forvarnir

Síðasti Náum áttum morgunverðarfundur vetrarins verður þann 15. apríl kl 08:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Einelti - úrræði og forvarnir. Á fundinum mun Vanda Sigurgeirsdóttir ræða um árangursríka leið við lausn eineltismála, Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson ræða um einelti út frá sjónarhóli geranda og þolanda og Margrét Júlía Rafnsdóttir fjallar um Vináttuverkefni Barnaheilla, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Síðasti Náum áttum morgunverðarfundur vetrarins verður þann 15. apríl kl 08:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Einelti - úrræði og forvarnir.

Frummælendur

Vanda Sigurgeirsdóttir - lektor í tómstunda- og félagsfræði - Árangursrík leið við lausn eineltismála

Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson - verkefnastjórar hjá María fræðslunni - Þolandi og gerandi - frá sjónarhóli beggja

Margrét Júlía Rafnsdóttir - verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi - Vinátta - forvarnir gegn einelti

Fundarstjóri er Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.

Skráning fer fram hér.

 

N8apr2015-a