Ein milljón barna hafa flúið Sýrland

Fjöldi barna sem flýr Sýrland eykst með degi hverjum og er nú kominn upp í eina milljón. Börnin flýja átökin sem kosta líf bæði barna og fullorðinna, margir slasast alvarlega og fá hvorki mat né lyf samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Save the Children á svæðinu. Átökin hafa nú staðið yfir í tvö og hálft ár og ekkert lát virðist á árásum á almenna borgara. Nú síðast er grunur um notkun eiturefna gegn borgurum skammt frá Damaskus.

DomizRefugeeCamp%20(5)Fjöldi barna sem flýr Sýrland eykst með degi hverjum og er nú kominn upp í eina milljón. Börnin flýja átökin sem kosta líf bæði barna og fullorðinna, margir slasast alvarlega og fá hvorki mat né lyf samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Save the Children á svæðinu. Átökin hafa nú staðið yfir í tvö og hálft ár og ekkert lát virðist á árásum á almenna borgara. Nú síðast er grunur um notkun eiturefna gegn borgurum skammt frá Damaskus.
Fjölskyldur sem komast undan lýsa ömurlegum lífsskilyrðum í Sýrlandi, stöðugum ótta við árásir og sífellt minna framboð af mat. Fjöldi flóttamanna sem hafa flúið til nærliggjandi landa hefur tífaldast á einu ári.


„Það er skelfilegt að alþjóðasamfélagið horfi aðgerðarlaust upp á milljón börn sem neyðast til að yfirgefa heimili sín og föðurland. Þau eru skelfingu lostin og í sumum tilfellum særð og jafnvel munaðarlaus,“ segir Roger Hearn, svæðisstjóri Save the Children í miðausturlöndum.


Hann segir ástandið ekki lagast af sjálfu sér og það þoli enga bið; „Flóttamannakrísan versnar mun hraðar en umheimurinn getur ráðið við. Það er gífurlega mikilvægt að þjóðarleiðtogar heims tryggi mannúðarsamtökum þann aðgang inn í Sýrland sem nauðsynlegur er.“
„Að minnsta kosti 7.000 börn eru látin og ein milljón hefur flúið land vegna stríðsins. Hversu mörgum grimmdarverkum þarf umheimurinn að verða vitni að áður en þessir hryllingur endar?“ spyr Roger.


Þau lönd sem flestir flóttamenn flýja til, reyna eftir fremsta megni að ráða við flóttamannastrauminn, en tveir þriðju fjármagns til að bregðast við flóttamannakrísunni hefur ekki skilað sér. Sem dæmi var fjöldi sýrlenskra flóttamanna til Norður-Íraks í síðustu viku 30 þúsund. Meira en helmingur flóttamanna eru börn og þau er viðkvæmasti hópurinn, jafnvel þótt fjölskyldur þeirra hafi flúið hörmulegar aðstæður og yfirvofandi dauða í Sýrlandi.


Sameinuðu þjóðirnar áætla að meira en sjö þúsund börn hafi látið lífið í stríðinu til þessa, tala sem líklega er mun hærri þar sem aldur látinna í Sýrlandi er ekki skráður.


Save the Children óttast að fái mannúðarsamtök ekki tafarlausan aðgang inn í landið, haldið fjöldi barna sem flýja áfram að hækka eftir því sem ástandið versnar.


Hægt er að leggja starfinu lið með því að hringja í söfnunarsímana 904-1900n (1.900 kr.) eða 904-2900 (2.900 kr.)