Ein milljón nýbura deyr fyrsta sólarhringinn

Fyrstu 24 klukkutímarnir í lífi ungbarna eru þeir hættulegustu. Meira en ein milljón barna deyr innan sólarhrings frá fæðingu á hverju ári samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children. Auk þess deyja 1,2 milljónir barna í fæðingu, flest vegna þess að hjartað hættir að slá þegar erfiðleikar koma upp í fæðingu, vegna sýkinga og ofreynslu.

Fyrstu 24 klukkutímarnir í lífi ungbarna eru þeir hættulegustu. Meira en ein milljón barna deyr innan sólarhrings frá fæðingu á hverju ári samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children. Auk þess deyja 1,2 milljónir barna í fæðingu, flest vegna þess að hjartað hættir að slá þegar erfiðleikar koma upp í fæðingu, vegna sýkinga og ofreynslu.

 

Skýrslan – Ending Newborn Deaths – sýnir að hægt væri að koma í veg fyrir helming dauðsfalla barna á fyrsta sólarhring ef móður og barni væri útvegaður stuðningur þjálfaðrar ljósmóður án endurgjalds.

 

Flest dauðsföllin orsakast vegna fyrirburafæðinga og erfiðleika í fæðingu – svo sem þegar fæðing dregst á langinn eða þegar meðgöngueitrun og sýking á sér stað – tilfelli sem auðveldlega er hægt að koma í veg fyrir með þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki.

 

Til að bjarga milljónum nýbura hafa Barnaheill – Save the Children skorað á leiðtoga heimsins að gera árið 2014 að ári breytinga. Áætlun í fimm liðum snýst um að þjálfa og útvega tæki til að tryggja að ekkert barn fæðist án viðunandi heilbrigðisþjónustu - og að hún verði án endurgjalds.

 

Nýburadauði er nú nærri helmingur allra dauðsfalla barna undir fimm ára aldri. Pólitískan vilja þarf til að snúa þessari þróun við og enda barnadauða af viðráðanlegum orsökum.

 

Frá árinu 1990 hefur náðst mikill árangur í baráttunni gegn barnadauða – næstum helmingi færri börn látast í dag, eða 6,6 milljónir frá 12 milljónum árið 1990 – en tölurnar endurspegla ekki nýbura á fyrsta sólarhring eftir fæðingu.

 

,,Dauði eins barns er harmleikur, en dauði rúmlega tveggja milljóna barna á ári er smánarblettur á alþjóðasamfélaginu,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi; ,,Fæðing getur verið flókin og nýburar viðkvæmir. Þjálfuð ljósmóðir getur skipt sköpum þegar upp koma erfiðleikar í fæðingu og hún getur bjargað lífum, til dæmis með því að hreinsa öndunarveg barns, klippa á naflastreng með hreinum tækjum eða hlúa að barni sem fæðist fyrir tímann. Engin móðir ætti að þurfa að missa barn sitt vegna skorts á lágmarks heilbrigðisþjónustu.”

 

Save the Children vinna streitulaust að því að bjarga nýburum víða um heim. Í Líberíu og Sóm