Einn milljarð Bandaríkjadala þarf til bjargar sýrlenskum börnum

Barnaheill – Save the Children ásamt nokkrum mannúðarsamtökum í heiminum hafa tilkynnt að einn milljarð Bandaríkjadala þurfi til að bjarga heilli kynslóð sýrlenskra barna og tryggja þeim mannsæmandi framtíð. Samtökin hafa ásamt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnun SÞ, World Vision og fleiri mannúðarsamtökum, biðlað til ríkisstjórna um allan heim að leggja sitt af mörkum til að tryggja sýrlenskum börnum aðstæður sem bjóða upp á tækifæri til framtíðar og líf án örvæntingar.

Barnaheill – Save the Children ásamt nokkrum mannúðarsamtökum í heiminum hafa tilkynnt að einn milljarð Bandaríkjadala þurfi til að bjarga heilli kynslóð sýrlenskra barna og tryggja þeim mannsæmandi framtíð. Samtökin hafa ásamt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnun SÞ, World Vision og fleiri mannúðarsamtökum, biðlað til ríkisstjórna um allan heim að leggja sitt af mörkum til að tryggja sýrlenskum börnum aðstæður sem bjóða upp á tækifæri til framtíðar og líf án örvæntingar.

 

Fjáröflunarátakið nefnist „Engin týnd kynslóð“ (No Lost Generation). Því er hrundið af stað nú þegar vika er í alþjóðlega fjáröflunarráðstefnu í Kuwait af sama tilefni. Almenningur er einnig beðinn að leggja sitt af mörkum til að hjálpa sýrlensku börnunum úr þeim hörmulegu aðstæðum sem þau búa við.

 

„Nú þegar tæp þrjú ár eru liðin frá upphafi átakanna í Sýrlandi og við vitum hvernig ástandið er, getum við ekki setið hjá og leyft heilli kynslóð barna að hverfa,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Af Sýrlensku þjóðinni eru það börnin sem eru viðkvæmust fyrir ástandinu. Þau hafa séð fjölskyldu og vini drepna, skóla eyðilagða og vonir hverfa. Börnin eru einnig útsett fyrir alls kyns misnotkun, eins og vinnuþrælkun og því að vera gerð að barnahermönnum með stríðandi fylkingum.“

 

Fjármagnið rennur í verkefni sem tryggir börnum örugga menntun, vernd gegn misnotkun og ofbeldi og sálfræðistuðning fyrir þau börn sem á þurfa að halda. Það miðar einnig að því að styrkja stoðir barnaverndar í landinu, sérstaklega til að bregðast við þörfum stúlkna, drengja og fjölskyldna þeirra sem eiga hættu á misnotkun, vanrækslu, árásir og ofbeldi, og að vernda börnin gegn þeim þáttum. Verkefnið mun einnig stuðla að betra aðgengi að menntun, bæði fyrir börn sem hafa flúið landið og þau sem eru enn innan landamæra Sýrlands.

 

Barnaheill – Save the Children hafa frá upphafi átakanna hjálpað yfir 600 þúsund flóttabörnum og fjölskyldum þeirra, þar á meðal 230 þúsund börnum og fjölskyldum þeirra innan landamæranna, með því að útvega mat, hreint vatn, lyf og skjól gegn veðri og vindum.

 

Rúmlega ein milljón flóttamanna eru börn, þar af eru 425 þúsund undir fimm ára aldri. Meirihluti þeirra hafa flúið til Líbanon, Jórdaníu, Tyrklands, Egyptalands og Íraks. Á meðal þeirra eru nærri 8 þ&uacu