Barnaheill ? Save the Children segja leiðtoga G-8 ríkjanna hafa einstakt tækifæri til að bjarga lífum mæðra og barna

Niger_matvlaskortur_minniLeiðtogar G-8 ríkjanna, sem funda í Muskoka í Kanada í dag og á morgun, verða að grípa einstakt tækifæri sem nú gefst til að draga stórlega úr barna- og mæðradauða í heiminum. Á hverju ári deyja nær 9 milljónir barna fyrir fimm ára aldur af völdum lungnabólgu, niðurgangs, malaríu og vandkvæða í fæðingu. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir flest þessara dauðsfalla.

Niger_matvlaskortur_minniLeiðtogar G-8 ríkjanna, sem funda í Muskoka í Kanada í dag og á morgun, verða að grípa einstakt tækifæri sem nú gefst til að draga stórlega úr barna- og mæðradauða í heiminum. Á hverju ári deyja nær 9 milljónir barna fyrir fimm ára aldur af völdum lungnabólgu, niðurgangs, malaríu og vandkvæða í fæðingu. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir flest þessara dauðsfalla.

Til viðbótar þeim 9 milljónum barna sem látast árlega, deyja 350 þúsund mæður af völdum vandkvæða tengdum meðgöngu og fæðingu. Með því að tryggja þessum mæðrum og börnum aðgang að grunn heilbrigðisþjónustu, forvörnum, ódýrum meðferðum og þjálfuðu fólki til að aðstoða við fæðingar, mætti bjarga flestum þessara mæðra og barna.

„Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar G-8 ríkjanna munu ræða frumkvæði í heilbrigðisþjónustu mæðra og barna og það er ótrúlega mikið í húfi,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Ef þessir leiðtogar styðja við bakið á þeim góðu fyrirætlunum sem nú eru til staðar, með öflugum skuldbindingum og nýjum úrræðum, sýna G-8 ríkin raunverulega forystu og koma í veg fyrir dauða milljóna ungbarna, barna og mæðra. Þó efnahagsmál séu í forgrunni á þessum fundi leiðtoganna, verða þeir að skilja að án mikilvirkra aðgerða í heilbrigðismálum mæðra og barna, næst ekki jafnvægi í hagvexti á heimsvísu og hinn félagslegi kostnaður við efnahaglegar niðursveiflur verður meiri og langvinni.“

Barnaheill – Save the Children skora meðal annars á leiðtoga G-8 ríkjanna að tvöfalda sameiginlegt framlag sitt til heilbrigðis barna og mæðra. Með fjórum milljörðum Bandaríkjadollara á ári, mætti bjarga ríflega einni milljón barna til viðbótar og 200 mæðrum í þróunarríkjunum, en 99% barnadauða verður þar.

Leiðtogafundir G-8 og G-20 ríkjanna í Kanada munu marka veginn fyrir fund Sameinuðu þjóðanna í september um þróun þúsaldarmarkmiðanna. Af þeim átta markmiðum sem samþykkt voru árið 2000, hefur markmiði, sem lýtur að heilsu barna og mæðra, miðað síst.