Einu ári eftir hamfarirnar er enn margt ógert á Haítí

„Við stöndum frammi fyrir tveimur mikilvægum spurningum á þessum tímamótum; hefur verið gert nóg fyrir íbúa Haítí og hefur verið nóg gert fyrir börnin? Svarið er tvíþætt. Nei, ekki enn – og – við verðum að setja enn meiri kraft í starfið nú,“ segir Gary Shaye, landsframkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Haítí. „Það hefur verið gríðarleg áskorun bæði fyrir íbúa Haítí og alþjóðasamfélagið að takast á við afleiðingar hamfara af þessari stærðargráðu sem lögðu höfuðborg fátækasta ríkis álfunnar í rúst. Þó hefur Barnaheillum – Save the Children og fleirum tekist að tryggja milljónum manna aðgang að grunnþörfum, svo sem heilbrigðisþjónustu, hreinlæti, menntun og skjóli.“Á því ári sem nú er liðið frá hamförunum, hefur Barnaheillum – Save the Children tekist að ná til ríflega 870 þúsund íbúa á Haítí, þar af hálfrar milljónar barna, í gegnum verkefni sem lúta að heilbrigði, næringu, menntun, skjóli, vatni og næringu, neyðarhjálp og verndun. En þetta er bara upphafið að fimm ára áætlun alþjóðasamtakanna við endurreisn á Haítí en hún gerir ráð fyrir nánu samstarfi við heimamenn svo tryggja megi börnum þeirra öruggari og heilbrigðari framtíð, sem gefur tilefni til vonar.„Í dag hafa margir þeirra sem lifðu af jarðskjálftana betra aðgengi að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu en fyrir jarðskjálftanna og sífellt stærri hluti barna hefur hafið skólagöngu á nýjan leik. Engu að síður eru enn ríflega milljón börn og fjölskyldur sem búa í tjaldbúðum og það er óásættanlegt til frambúðar,“ segir Shaye. „Við sem störfum á vettvangi vitum að það eru enn mörg ár í það að við náum því ófrávíkjanlega markmiði að tryggja öllum börnum á Haítí og fjölskyldum þeirra bjartari framtíð.“Haítí stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum til að hægt sé að endurbyggja og ná árangri, þar á meðal eru miklar áskoranir sem þegar voru til staðar áður en jarðskjálftinn reið yfir. Þeirra á meðal er þörfin til að koma aftur á og efla afkastagetu þjóðarinnar, flókin mál er varða eignarhald lands, sögulega lágt hlutfall þeirra er sækja skóla, mikill barnadauði, skortur á innviðum þegar kemur að heilbrigðis- og hreinlætisþjónustu og mesta hlutfall fátæktar í álfunni.Barnaheill – Save the Children benda á að á sama tíma hafi ný ríkisstjórn Haítí nú einstakt tækifæri, vegna seiglu íbúa eyjarinnar og með alþjóðlegum stuðningi og fjármagni, til að byggja upp frá grunni og með betri hætti heilbrigðis- og menntakerfi sem og önnur félagsleg kerfi. Það myndi gera þjóðinni kleift að byggja sína eigin framtíð, tryggja börnum betri tækifæri og standa sterkari frammi fyrir áföllum framtíðarinnar.„Það sem Haítí þarf ekki á að halda nú er það sem líkja mætti við aðrar hamfarir, þ.e.a.s. að alþjóðasamfélagið drægi til baka eða drægi úr stuðningi vegna þess hversu gríðarlegar áskoranir eru framundan og vegna þess hversu tímafrekar þær eru og þarfnast stöðugrar vinnu,“ segir Gary. „Við verðum að taka höndum saman við næstu ríkisstjórn Haítí og samfélagið allt til að tryggja bæði endurbyggingu og ummyndandi þróun. Markmið okkar er að hjálpa íbúum Haítí að hjálpa sér sjálfum að byggja sína framtíð.“ Til skamms tíma litið, verður að mæta áfram áríðandi þörfum eins og að tryggja öryggi í tjaldbúðum og bregðast við útbreiðslu kóleru. Tjaldbúðir eru ekki öruggur staður fyrir börn. Þar eru þau viðkvæm fyrir misnotkun og misbeitingum. Barnaheill – Save the Children hafa unnið að því að auka aðgengi barna að skólum þar sem hægt er að hafa umsjón með þeim í öruggu umhverfi og þau geta lært um réttindi sín um leið og börnin öðlast þá færni sem þau þurfa til að leiða þjóð sína fram á við. Barnaheill – Save the Children mun vinna að því að tryggja öryggi barna og velferð til frambúðar með stuðningi við félög fyrir börn og barnaverndarnefndir og -félög á vegum einstakra sveitarfélaga.Útbreiðsla kólerunnar varð til þess að taka þurfti mannafla og fjármagn frá aðstoð vegna afleiðinga jarðskjálftans til að bjarga lífum. Þó þessi farsótt hafi ekki geisað áður á Haítí er hún vel þekkt í þeim löndum þar sem aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu er lélegt. Farsóttin átti upptök sín í sveitarfélagi fjarri jarðskjálftasvæðunum sem sýnir að öll eyjan er viðkvæm fyrir áföllum sem rekja má til fátæktar.Barnaheill – Save the Children eru með kólerusjúklinga til meðferðar og hafa sett á stað herferð sem ætlað er að ná til 600 þúsund íbúa á Haítí á sex mánuðum í gegnum fræðslu, forvarnir og gögn sem aðstoða við að hefta útbreiðslu kólerunnar nú og koma í veg fyrir nýjar farsóttir.Á liðnu ári hefur Barnaheill – Save the Children með aðstoð stuðningsmanna sinna náð verulegum árangri. Samtökin hafa náð til 870 þúsund íbúa í gegnum:Heilbrigðisþjónusta:  Barnaheill - Save the Children hafa opnað 80 heilsugæslustöðvar og miðstöðvar, þar sem fylgst er með næringu barna, á þeim svæðum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum.Menntun: Barnaheill - Save the Children hafa með beinum hætti stutt við starfsemi ríflega 270 skóla og þannig veitt meira en 45 þúsund börnum tækifæri til að snúa aftur til náms. Þessu til viðbótar, hafa 2300 kennarar fengið þjálfun í viðbrögðum við hamförum með það fyrir augum að draga úr áhættu, ef annar jarðskjálfti yrði. Barnavernd: Barnaheill - Save the Children hafa komið á fót ríflega 50 barnvænum svæðum þar sem börn geta leikið sér og fengið aftur tilfinningu fyrir eðlilegu líf í öruggu umhverfi. Þá hefur Miðstöð fyrir fjölskylduleit, sem samtökin veita forstöðu, sameinað 1135 börn og fjölskyldur þeirra.Skýli og birgðir: Barnaheill - Save the Children hafa látið fjölskyldum í té útbúnað til að bæta lífsskilyrði þeirra og til byggingar tímabundinna skýla.Mataraðstoð og lífsviðurværi: Barnaheill - Save the Children hafa dreift mat til nær 300 þúsund barna og fullorðinna. Með stuðningi við bændur, fiskimenn og smákaupmenn, leggja samtökin sitt af mörkum við efnahagslega uppbyggingu sem á endanum styður við og tryggir lífsviðurværi. Vatn/hreinlæti/hollustuhættir: Barnaheill - Save the Children hafa veitt nær 348 þúsund manns aðgang að lífsnauðsynlegu vatni og hreinlætisaðstöðu og veitt þeim fræðslu um hollustuhætti. Liður í viðbúnaði við kólerufaraldri er stóraukin fræðsla til fólks á þeim svæðum þar sem þetta starf á sér stað.Skýrsla Barnaheilla - Save the Children „Börnin á Haítí – Land á krossgötum “.