Börn í Fukushima í Japan þora ekki að leika sér utandyra af ótta við geislavirkni

„Það var ekki verst þegar flóðbylgjan reið yfir, heldur það sem fylgdi í kjölfarið“, segir Honami, 9 ára. Einu ári eftir að kjarnorkustöðin í Fukushima brást eru mörg börn enn hrædd við að leika sér utandyra og lifa í ótta við geislavirkni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Barnaheill – Save the Children hefur látið gera og ber yfirskriftina: Fjölskyldur í Fukushima.

„Það var ekki verst þegar flóðbylgjan reið yfir, heldur það sem fylgdi í kjölfarið“, segir Honami, 9 ára. Einu ári eftir að kjarnorkustöðin í Fukushima brást eru mörg börn enn hrædd við að leika sér utandyra og lifa í ótta við geislavirkni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Barnaheill – Save the Children hefur látið gera og ber yfirskriftina: Fjölskyldur í Fukushima.

Bæði börn og foreldrar töluðu um ótta sinna og kvíða vegna áhrifa kjarnorkuslyssins. Einnig kemur fram í rannsókninni að áreiðanlegar upplýsingar skorti, svo þau gætu tekið upplýstar ákvarðanir og haldið áfram með líf sítt.

„Hamfarirnar í Japan á síðasta ári hafa sett börn í aðstæður, sem þau hafa aldrei þurft að kljást við áður. Jarðskjálftinn og fljóðbylgjan hafa ekki einvörðungu svipt börnin heimilum sínum og skilið þau frá vinum, heldur glíma þau einnig, ári eftir hamfarirnar, við kvíðann sem kjarnorkuslysið vakti“, segir Annie Bodmer-Roy starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Tokyo.

Börnin sem rætt var við gera sér litla grein fyrir því hvað geislavirkni er, hver áhrif hennar eru og hvernig hægt er að draga úr hættu á að komast í tæri við hana. Yngri börn vissu að geislavirkni væri slæm fyrir þau, en þekking þeirra náði ekki mikið lengri, ef frá er talið að þau vissu að geislavirkni er ekki hægt að sjá, finna lykt af eða koma við. Þau snúa sér því gjarnan til foreldra sinna til að spyrja hvar þau geti leikið sér, án þess að óttast geislavirkni.

Skýrsla Barnaheilla – Save the Children gefur einnig til kynna að börn skynja vel áhyggjur foreldra sinna um þær hættur sem þeim kunna að mæta. Afleiðingarnar eru, að mörg barnanna ræddu um ótta sinn við að leika sér utandyra, eða um vanlíðan og sorg yfir því að foreldrar þeirra meina þeim að leika sér úti.

Barnaheill – Save the Children vinna með sveitastjórnum og yfirvöldum í Fukushima við að gera börnum kleift að leika sér á öruggum stöðum, á svæðum sem ekki eru lengur talin geislavirk. Hins vegar sýna niðurstöður skýrslunnar að eldri börn eiga erfitt með að aðlagast nýju umhverfi. Þau sem neyddust til að flýja heimili sín vegna kjarnorkuhættunnar höfðu áhyggjur af því, hvort börn í nýjum skóla myndu taka þeim vel. Þau höfðu einnig áhyggjur af því hvort vinir frá fyrri heimaslóðum yrðu áfram vinir þeirra. Þau börn sem bjuggu áfram í Fukushima greindu frá áhyggjum sínum af þeim breytingum sem orðið hefðu, s.s. tómar skólastofur, yfirgefin