Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum rænt bernskunni

Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Ísland er í áttunda sæti lista um hvar bernsku barna er síst ógnað í heiminum. Í efstu sætunum eru Noregur, Slóvenía og Finnland. Níger er hins vegar í botnsæti listans á eftir Angólu og Malí.

Börn án bernsku - forsíðaAð minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Ísland er í áttunda sæti lista um hvar bernsku barna er síst ógnað í heiminum. Í efstu sætunum eru Noregur, Slóvenía og Finnland. Níger er hins vegar í botnsæti listans á eftir Angólu og Malí.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children, Börn án bernsku, eða End of Childhood Report: Stolen Childhoods sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Skýrslan verður gefin út árlega og er arftaki skýrslunnar um stöðu mæðra sem samtökin gáfu út í 16 ár. Í nýju skýrslunni er farið yfir helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið bregðist við.

Meginástæður þess að börn fá ekki að njóta bernsku sinnar eru vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búa við stríðsátök, ofbeldi, eða barnaþrælkun, fá ekki að ganga í skóla, eru látin giftast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki einungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra.

Í skýrslunni er fjöldi raunverulegra dæma um það harðræði sem mörg börn búa við. Samtökin skoðuðu í fyrsta sinn fjölda barnamorða og komust að því að á hverjum degi eru meira en 200 börn myrt. Flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador þar sem ofbeldi hefur færst mjög í vöxt.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er:

  • 185 milljónir barna eru í ánauð vinnuþrælkunar, þar af 85 milljónir við hættuleg störf
  • Á hverju ári eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 gefnar í hjónaband eða sambúð, þar af 15 milljónir sem eru undir 15 ára aldri
  • 263 milljónir barna ganga ekki í skóla
  • 16 milljónir stúlkna undir 19 ára aldri fæða börn á ári hverju og milljón stúlkur undir 15 ára aldri
  • 6 milljónir barna und