Endurbætur á íbúðum fyrir langveik börn

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka tvær íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ætlaðar eru fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna veikinda. Önnur íbúðin hefur nú verið töluvert endurnýjuð og til stendur að endurnýja hina á næstu mánuðum. Barnaspítali Hringsins hefur umsjón með notkun íbúðanna sem eru staðsettar á Rauðarárstíg og Skúlagötu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka tvær íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ætlaðar eru fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna veikinda. Önnur íbúðin hefur nú verið töluvert endurnýjuð og til stendur að endurnýja hina á næstu mánuðum.

Barnaspítali Hringsins hefur umsjón með notkun íbúðanna sem eru staðsettar á Rauðarárstíg og Skúlagötu.

Margrét Agnarsdóttir á veg og vanda að framkvæmd Barnaheill Skúlagata eftir breytingar 003endurbótanna. Hún segir að tímabært hafi verið að gera íbúðina upp, húslagnir hafi verið orðnar lélegar og tími kominn til að hressa upp á svefnherbergi og endurnýja húsgögn. Þá hafi verið skipt um gólfefni í eldhúsi og hugað að ýmsum öryggisþáttum.

Íbúðirnar voru síðast gerðar upp árið 2007 með stuðningi ýmissa styrktaraðila. Þá var skipt út húsgögnum og öðrum búnaði í annarri íbúðinni. Einnig var hugað að öryggisatriðum, svo sem slökkvitækjum, og reykskynjurum auk þess sem eldvarnarteppum var komið fyrir.

 

Barnaheill Skúlagata eftir breytingar 011   Barnaheill Skúlagata eftir breytingar 024