Engin grá svæði á netinu

Nýlega ákvað Evrópuráðið að helga 18. nóvember ár hvert vernd barna gegn kynferðisofbeldi.  Barnaheill reka Ábendingalínun þar sem tilkynna má um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu og vilja af því tilefni vekja athygli á alþjóðlegri yfirlýsingu sem nýlega var undirrituð. 

Gruppe_NGA2015_1000Nýlega ákvað Evrópuráðið að helga 18. nóvember ár hvert vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Barnaheill reka Ábendingalínuna þar sem tilkynna má um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu og vilja af því tilefni vekja athygli á alþjóðlegri yfirlýsingu sem nýlega var undirrituð. Í henni er hvatt til þess að allt efni sem tengist kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu verði fordæmt og að ríki setji sér stefnu um að umbera ekkert efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt.

Með yfirlýsingunni er sérstök athygli vakin á myndefni sem víða í heiminum er talið vera á gráu svæði og ekki alls staðar ólöglegt. Á Íslandi er hins vegar allt efni sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt ólöglegt og er framleiðsla, innflutningur, öflun, dreifing og varsla slíks efnis refsiverð. Það er gott að hafa í huga að nektarsjálfsmyndir barna og ungmenna undir 18 ára geta orðið ólöglegar ef þær berast til annarra. Sem dæmi telst sexting, þegar stafræn skilaboð sem eru kynferðislegs eðlis eru send á milli einstaklinga, til alvarlegra mála. Og þó hugmyndin geti virst ungmennum sniðug og spennandi fyrst í stað er hún það yfirleitt ekki. Mjög mörg dæmi eru um að slíkum myndum sé dreift á netið og þær gangi síðan kaupum og sölum. Þannig geta þeir sem missa tök á slíkum myndum af sjálfum sér orðið fyrir kynferðisofbeldi við ítrekaða mynddreifingu einhverra annarra á þeirra eigin myndum.

Jonsdottir_1000Þóra Jónsdóttir, fulltrúi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi undirritaði samkomulagið fyrir hönd samtakanna í Berlín á dögunum ásamt fulltrúum yfir 30 annara samtaka og stofnana sem vinna að vernd barna gegn kynferðisofbeldi.