Barnshafandi unglingstúlkum fjölgar í Síerra Leóne sökum Covid-19

Isha* 17 ára, með eins árs gamalli dóttur sinni Brene*
Isha* 17 ára, með eins árs gamalli dóttur sinni Brene*

Hlutfall ótímabærra þungana meðal unglingsstúlkna í Síerra Leóne er með því hæsta sem gerist í heiminum. Það er alvarlegt samfélagslegt vandamál. Fylgikvillar á meðgöngu er helsta dánarorsök stúlkna í landinu en fjórðungur allra stúlkna á aldrinum 15-19 ára, deyja vegna þessa. Börn þessara stúlkna eru í mikilli hættu en þau börn sem fædd eru mæðrum yngri en 16 ára eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuðunum ævinnar. Ungar stúlkur hafa lítil réttindi þegar þær verða ófrískar og á mörgum heimilum er þeim hent út af heimilinu þegar þær verða sýnilega ófrískar. 3,9 milljónir ólöglegra fóstureyðinga, meðal stúlkna á aldrinum 15 – 19 ára, eru framkvæmdar á ári hverju í landinu sem meðal annars stuðlar að aukinni dánartíðni eða varanlegum heilsufarsvandamálum.

Samkvæmt nýrri greiningu frá Barnaheillum - Save the Children er áætlað að ótímabærar þunganir unglingsstúlkna muni aukast um 25% vegna Covid-19 eða um 23.000 fleiri stúlkur á þessu ári. Til þess að bregðast við þessu hafa samtökin hannað snjallforrit sem veitir drengjum og stúlkum áreiðanlegar upplýsingar um kynheilbrigði og hvernig hægt sé að gæta fulls öryggis vegna Covid-19.

Heather Campbell, yfirmaður landsskrifstofu Barnaheilla - Save the Children í Síerra Leóne, segir aldrei hafa verið meiri þörf en nú á að styrkja stöðu stúlkna í landinu.

,,Þessi heimsfaraldur er hræðilegur fyrir stúlkur í Síerra Leóne. Ebólufaraldurinn árin 2014 og 2015 hafði mjög slæm áhrif á unglingsstúlkur. Þá jukust ótímabærar þunganir og í kjölfarið bönnuðu stjórnvöld þunguðum stúlkum að stunda nám sem hafði áhrif á fjárhagsstöðu þeirra. Það lítur út fyrir að Covid-19 sé að hafa sömu áhrif á tíðni þungana meðal unglingsstúlkna og það er nauðsynlegt að við komum í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Líkt og í öðrum löndum eru börn í Síerra Leóne hrædd við veiruna og áhyggjufull yfir framtíðinni. Það hefur aldrei verið meiri þörf en nú að styrkja stöðu unglingsstúlkna í Síerra Leóne. Ungt fólk í landinu leiddi hönnun snjallforritsins, þannig að við vitum að þetta ætti að höfða til ungs fólks."

Save the Children miðla upplýsingum og forvörnum um kynlíf til ungs fólks í landinu

 

Bein og óbein áhrif faraldursins, eins og lokun skóla, efnahagslegt óöryggi og ofbeldi gegn konum og börnum, geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í landinu. Samkvæmt greiningu Barnaheilla - Save the Children geta sex mánuðir af innilokun leitt til sjö milljóna ótímabærra þungana og 31 milljóna tilfella af kynbundnu ofbeldi, auk 13 milljón barnahjónabanda.

Kadiatu* er 18 ára og býr í þéttsetnu fiskisamfélagi. Í Ebólufaraldrinum varð hún barnshafandi, aðeins 13 ára gömul, en sá sem barnaði hana var strákur úr betri fjölskyldu og vildi ekkert með hana eða barnið hafa. ,,Ég og fjölskylda mín vorum örvæntingafull. Við áttum varla nóg fyrir mat. Ég fékk óskýra sjón vegna þess ég var svo svöng. Mamma sagði við mig að ég væri stór stelpa og ætti að redda mér. Ég veit að það eru margar stúlkur í sömu sporum núna. Það er enginn matur til. Stúlkur þurfa pening og mat. Þar sem þær fá það ekki heima, þá fá þær það líklega ,,hjá stóra manninum” eins og ég gerði. Fyrir þær stúlkur sem eru að lenda í þessu núna, þá ættu þær ekki að gera sömu mistök og ég. Við verðum að segja foreldrum sem hvetja stúlkur til þess að hætta því!"

Kadiatu er staðráðin í því að leyfa sögunni ekki að endurtaka sig. Hún hefur fengið þjálfun hjá Barnaheillum - Save the Children og hittir reglulega stúlkur með svipaðan bakgrunn og hún sjálf, til þess að deila sögu sinni og veita þeim upplýsingar um forvarnir.

Upplýsingagjöf og forvarnir eru af skornum skammti í Síerra Leóne og er helsta ástæða hás hlutfalls ótímabærra þungana. Á mörgum stöðum í landinu er tabú að tala um kynlíf og kynfræðsla er ekki kennd í skólum.

Snjallforritið á að hjálpa til með að fylla þetta skarð, með því að bjóða áreiðanlegar upplýsingar til þess að hjálpa ungu fólki að skilja kynheilsu og einnig að veita stúlkum upplýsingar um sýkingar og annað sem gæti komið upp á meðgöngu.