Enn fjölgar þeim sveitarfélögum sem bjóða ókeypis skólagögn

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu vitundarvakningu árið 2015 og skoruðu á yfirvöld að virða réttinda barna til gjaldfjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum. 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu vitundarvakningu árið 2015 og skoruðu á yfirvöld að virða réttinda barna til gjaldfjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að afnema innkaupalista grunnskólabarna og hins vegar til stjórnvalda um að afnema slíka gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum þar sem tekin eru af öll tvímæli um að grunnmenntun skuli vera gjaldfrjáls.

Barnaheill fagna því nú í ársbyrjun 2018 að enn fleiri sveitarfélög hafa ákveðið að afnema kostnaðarþátttöku grunnskólabarna og sjá þeim fyrir skólagögnum. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum njóta nú 94% grunnskólabarna gjaldfrjálsrar grunnmenntunar og aðeins örfá sveitarfélög hafa enn ekki stigið þetta skref. Nokkur hafa afnumið kostnaðarþátttöku nemenda að hluta. Um leið og samtökin fagna þessum árangri hvetja þau sveitarfélög sem eftir standa til að stíga þetta réttlætisskref. Þá eru stjórnvöld hvött til þess að breyta lögum um grunnskóla þar sem tekin eru af öll tvímæli um að grunnmenntun sé gjaldfrjáls og að börn skuli njóta jafnræðis.

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá þau sveitarfélög á landinu sem hafa afnumið kostnaðarþátttöku grunnskólabarna.

Senda má upplýsingar um sveitarfélög sem ekki eru á kortinu á netfangið barnaheill@barnaheill.is eða í gegnum Facebook-síðu samtakanna.

 

Gjaldfrjáls_jan18