Erfiðar aðstæður fjölda barna á Grænlandi

Mörg börn á Grænlandi búa við mjög erfiðar aðstæður og fátækt. Mikið brottfall er úr skólum og hátt hlutfall barna býr við ofbeldi á heimilum sínum og hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þau búa við litla vernd og hafa í fá hús að vernda til að leita sér skjóls og aðstoðar. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu, þau eiga jafnframt rétt á aðstoð ef að þau hafa orðið fyrir slíku.

Mörg börn á Grænlandi búa við mjög erfiðar aðstæður og fátækt. Mikið brottfall er úr skólum og hátt hlutfall barna býr við ofbeldi á heimilum sínum og hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þau búa við litla vernd og hafa í fá hús að vernda til að leita sér skjóls og aðstoðar. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu, þau eiga jafnframt rétt á aðstoð ef að þau hafa orðið fyrir slíku. Þjóðum heims ber skylda til að hjálpast að til að tryggja velferð  og mannréttindi allra barna. Mjög mikilvægt er að styðja Grænlenskt samfélag til að berjast gegn þeim ógnum sem börn búa við í landinu. Mikilvægt er að auka vitund barnanna og foreldra þeirra á réttindum barna til verndar gegn hvers kyns ofbeldi og hverjar eru afleiðingar ofbeldis á börn.

Grænlendingar eru okkar næstu nágrannar og því vilja Barnaheill- Save the Children á Íslandi leggja sitt af mörkum til að stuðla að vernd og velferð barna á Grænlandi. Samtökin hafa stofnað til samstarfs við KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands. Samstarfið felst einkum í því að Barnaheill mun fræða börn sem koma til Íslands á vegum vinafélagsins um réttindi þeirra og um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börnin koma frá þorpunum á austurströnd Grænlands, en þar eru aðstæður barna sérstaklega slæmar. Nú nýlega brann tónlistarhúsið í Kulusuk til grunna í fárviðri , en þar höfðu börnin í þorpinu átt athvarf og notið menningar og tónlistarkennslu. Þau hafa verið svipt miklu.

Laugardaginn 23. mars klukkan 14 stendur KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, fyrir tónleikunum í Eldborg í Hörpu, þar sem margir þekktustu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins stíga á svið í þágu íbúa Kulusuk. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum, en þar verður safnað fjárframlögum og hljóðfærum, svo aftur megi óma tónlist í Kulusuk.
Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram í Eldborg á laugardaginn eru Agent Fresco, Digraneskórinn, DJ Margeir, Fóstbræður, Haffi Haff, Jakob Frímann Magnússon, KK, Morgan Kane, Pálmi Gunnarsson, Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur, Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Antonía. Heiðursgestir á tónleikunum eru grænlensku tónlistarmennirnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignatiessen sem koma hingað til lands frá Kulusuk.

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, stendur að tónleikunum í Eldborg í samvinnu við fjölmarga velunnara Grænlands á Íslandi. Helstu bakhjarlar eru Flugfélag Íslands, Harpa tónlistarh&uac