Erfiðast að vera móðir í Afganistan

Flabeinsstrndin_2Samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children „State of the World Mothers 2011“, sem gefin er út í tengslum við mæðradaginn, er erfiðast að vera móðir í Afganistan þar sem hver einasta móðir getur átt von á því að missa barn sitt. Til að bæta úr þessu ástandi, verður að þjálfa og fjölga heilbrigðisstarfsmönnum. Ísland er í öðru til þriðja sæti yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir.

Flabeinsstrndin_2
Odile, þrjátíu ára móðir, fæddi tvíburana sína í flóttamannabúðum í Duekoué á Fílabeinsströndinni. Hún sefur undir berum himni með börnin sín, án varna gegn moskítóflugum. Hún óttast mjög um heilsu barna sinna.

Samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children „State of the World Mothers 2011“, sem gefin er út í tengslum við mæðradaginn, er erfiðast að vera móðir í Afganistan þar sem hver einasta móðir getur átt von á því að missa barn sitt. Til að bæta úr þessu ástandi, verður að þjálfa og fjölga heilbrigðisstarfsmönnum. Ísland er í öðru til þriðja sæti yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir.

Samkvæmt hinni svokölluðu „vísitölu mæðra“ sem Barnaheill – Save the Children kynna nú í tólfta sinn, eiga mæður í Noregi, Ástralíu og á Íslandi auðveldast með að sinna hlutverki sínu. Vísitalan raðar löndum heims niður eftir því hvar er auðveldast og hvar er erfiðast að vera móðir og ber saman velferð mæðra og barna þeirra í 164 löndum. Afganistan er sem fyrr segir í neðsta sæti  en í tíu neðstu sætunum eru auk Afganistan, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan, Malí, Erítrea, Alþýðulýðveldið Kongó, Tchad, Jemen, Gínea-Bissá og Níger. Átta þessara tíu ríkja eru í Afríku sunnan Sahara.

Það er best að vera móðir í Evrópu en átta af tíu ríkjum í efstu sætunum eru í vestur-Evrópu. Þau tvö ríki sem eftir standa eru á suðurhveli jarðar, Ástralía í öðru til þriðja sæti og Nýja-Sjáland í því áttunda. Í Afganistan eru tvö af hverjum fimm börnum vannærð og eitt af hverjum fimm börnum deyr fyrir fimm ára afmæli sitt. Í ár munu að líkindum 230 þúsund afgönsk börn undir fimm ára aldri deyja, oftast nær úr sjúkdómum sem koma hefði mátt í veg fyrir.

Afganskar konur ganga að meðaltali skemur en fimm ár í skóla og lífslíkur þeirra eru 45 ár. Í Noregi, deyr eitt af hverjum 333 börnum fyrir fimm ára aldur, konur ganga að jafnaði 18 ár í skóla og verða 83 ára gamlar. Ein af hverjum ellefu konum í Afganistan deyr af völdum þungunar eða vandkvæða í fæðingu og aðeins 14% þeirra njóta aðstoðar þjálfaðs heilbrigðisstarfsmanns í fæðingu. Til samanburðar, eru líkurnar á því að de