Fyrsti fundur Náum áttum á nýju ári er um snjalltækjavæðinguna og hvernig hún hefur möguleg og ómöguleg áhrif í grunnskólastarfi.
Fyrsti fundur Náum áttum á nýju ári er um snjalltækjavæðinguna og hvernig hún hefur möguleg og ómöguleg áhrif í grunnskólastarfi. Fundurinn verður á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. janúar kl. 8:15-10:00.
Fyrirlesarar eru:
Björn Rúnar Egilsson - Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT - Ég þarf bara að safna hundrað vinum til þess að verða frægur
Linda Heiðarsdóttir - aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla - Snjalltæki og skólinn
Sigurður Haukur Gíslason - grunnskólakennari - Við þurfum að kenna börnum og ungmennum stafræna borgaravitund
Fundarstjóri er Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT.
Þátttökugjald er 2.100 krónur sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur en innifalinn. Skráning er á naumattum.is.
